Sport

Innrás bandarísku Víkinganna til Íslands

Hunter og Rudolph skemmta sér vel á æfingu með Einherjum í Kórnum.
Hunter og Rudolph skemmta sér vel á æfingu með Einherjum í Kórnum.
Þrjár af stjörnum bandaríska NFL-liðsins Minnesota Vikings voru staddar hér á landi á dögunum.

Leikmennirnir komu hingað ásamt veglegu föruneyti til þess að kynna sér víkingaklappið sem og sögu Íslands og víkinganna auðvitað. Þarna voru á ferð innherjinn Kyle Rudolph ásamt varnarmönnunum sterku Linval Joseph og Danielle Hunter. Allt um tveggja metra menn og hrikalegir ásýndum.

Vikings tók upp víkingaklappið á heimaleikjum sínum síðasta vetur en þó með sinni útfærslu. Það heppnaðist vel og forráðamenn Vikings voru hæstánægðir með útkomuna.

Henry Birgir Gunnarsson, NFL-sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, fékk að eyða degi með NFL-stjörnunum og afraksturinn má sjá hér að neðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×