Sport

Biðst afsökunar á að hafa sagt Kaepernick að raka af sér hárið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hún er vegleg greiðslan á Kaepernick.
Hún er vegleg greiðslan á Kaepernick. vísir/getty
Það hefur margt furðulegt verið sagt um NFL-leikstjórnandann Colin Kaepernick síðustu mánuði en ummæli fyrrum leikstjórnanda í deildinni eru ein þau furðulegustu.

Michael Vick, sem var eitt sinn launahæsta leikmaður deildarinnar áður en hann fór í fangelsi fyrir dýraníð, sagði að Kaepernick yrði að raka af sér svo félög í deildinni tækju hann alvarlega.

Kaepernick er enn án félags eftir að hafa farið frá San Francisco 49ers en félög eru aðallega hrædd við að semja út af pólitískum skoðunum Kaepernick sem klufu bandarísku þjóðina í herðar niður síðasta vetur.

„Ég hefði aldrei átt að segja þetta um hann. Mín orð voru aðeins slitin úr samhengi en ég vildi bara hjálpa honum,“ sagði Vick.

„Ég er enginn framkvæmdastjóri eða maður sem ræður leikmenn til félags. Ég sé mikið eftir því sem ég sagði og ég hefði átt að vanda orð mín betur. Auðvitað hefur afróið hans ekkert að gera með það að félög semji ekki við hann.“

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick á forsíðu Time

Colin Kaepernick, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni og einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time.

Obama tjáir sig um mótmæli Kaepernick

Það hafa allir í Bandaríkjunum skoðun á mótmælum NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick og nú hefur sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, blandað sér í umræðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×