Björgunarsveitarmenn í lífsháska við leit í Hvítá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 13:41 Net hafa verið strengd milli stólpa við nýju brúna yfir Hvítá og festist bátur björgunarsveitarmannanna í netinu. vísir/jói k Þrír björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Björgum frá Eyrarbakka lentu í lífsháska í Hvítá í gær þar sem þeir voru við leit að hinum 22 ára gamla Nika Begades sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Bátur björgunarsveitarmannanna varð vélarvana en að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins réð aðeins hending því að aðrir björgunarsveitarmenn voru nærri og gátu komið hópnum til aðstoðar. Bátinn rak undir nýju brúna yfir Hvítá en búið er að strengja net milli stólpa brúarinnar vegna leitarinnar. Báturinn festist svo í netinu og komust björgunarsveitarmennirnir ekki úr bátnum vegna þess hversu straumhörð Hvítá er. Í frétt Morgunblaðsins segir að eyri í ánni hafi byrgt björugunarsveitarmönnum í landi sýn en þeir ákváðu hins vegar að kanna til vonar og vara hvort það væri í lagi með björgunarsveitarmennina sem voru á bátnum. Um korter leið frá því að björgunarsveitarmennirnir sem voru í landi sigldu fram á hópinn og þar til allir voru komnir í land. Svæðisstjórn Landsbjargar var tilkynnt um málið.Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð umrætt atvik í gær en ekki í dag eins og áður var greint frá. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Þrír björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Björgum frá Eyrarbakka lentu í lífsháska í Hvítá í gær þar sem þeir voru við leit að hinum 22 ára gamla Nika Begades sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Bátur björgunarsveitarmannanna varð vélarvana en að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins réð aðeins hending því að aðrir björgunarsveitarmenn voru nærri og gátu komið hópnum til aðstoðar. Bátinn rak undir nýju brúna yfir Hvítá en búið er að strengja net milli stólpa brúarinnar vegna leitarinnar. Báturinn festist svo í netinu og komust björgunarsveitarmennirnir ekki úr bátnum vegna þess hversu straumhörð Hvítá er. Í frétt Morgunblaðsins segir að eyri í ánni hafi byrgt björugunarsveitarmönnum í landi sýn en þeir ákváðu hins vegar að kanna til vonar og vara hvort það væri í lagi með björgunarsveitarmennina sem voru á bátnum. Um korter leið frá því að björgunarsveitarmennirnir sem voru í landi sigldu fram á hópinn og þar til allir voru komnir í land. Svæðisstjórn Landsbjargar var tilkynnt um málið.Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð umrætt atvik í gær en ekki í dag eins og áður var greint frá. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Leit við Gullfoss Tengdar fréttir Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00 Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Dregið úr leit við Gullfoss í dag Dregið verður úr leit í dag að manni sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Þó átti eftir að ákveða nákvæmlega með hvaða hætti leit færi fram þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 21. júlí 2017 06:00
Maðurinn sem féll í Gullfoss hét Nika Begades Maðurinn sem féll í Gullfoss þann 19.júlí s.l. hét Nika Begades og 22 ára gamall frá Georgíu. 21. júlí 2017 10:46