Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2017 21:51 Fjölmargir komu saman í kvöld. vísir/epa Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið. Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Tugþúsundir mótmæltu í Póllandi í dag eftir að neðri deild þingsins samþykkti frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins völd til þess að skipa dómara við Hæstarétt landsins. Frumvarpið hefur meðal annars mætt andstöðu hjá Evrópusambandinu, og segja mótmælendur að ákvörðunin grafi undan lýðræðislegu réttarríki.Kveiktu á kertum Mótmælendur hafa komið saman síðustu daga og krafist þess að frumvarpið verði afturkallað. Það var svo samþykkt á þingi í dag og hópaðist fólk þá fyrir framan þinghúsið í Varsjá og krafðist þess að forseti landsins, Andrzej Duda, beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Kveikt var á kertum í mótmælaskyni og mátti sjá mörg þúsund kerti á lofti og umhverfis þinghúsið í kvöld.Mótmælendur mynduðu það sem þeir kölluðu Chain of light.vísir/epaLáta ekki undan þrýstingi Ríkisstjórn landsins hefur hins vegar lýst því yfir að hún muni ekki láta af áformum sínum. Líkt og staðan sé nú sé dómstólum stýrt af fólki úr efstu lögum samfélagsins, eða elítunni, og að því þurfi að breyta. Ríkisstofnanir og dómstólar eigi að þjóna öllum landsmönnum. „Við munum ekki láta undan þrýstingi,“ sagði Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, í sérstöku sjónvarpsávarpi í kvöld. Stjórnvöldum stafi engin ógn af elítunni. Frumvarpið er það nýjasta í röð aðgerða stjórnarinnar sem miðar að því að auka pólitísk afskipti af dómskerfinu. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti hefur sætt mikilli gagnrýni vegna aðgerðanna, en segir þær nauðsynlegar til að auka skilvirkni innan dómskerfisins og draga úr spillingu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, hefur kallað frumvarpið skref aftur á bak og ganga gegn gildum Evrópusambandsins. Hann hefur farið fram á fund með Andrzej Duda, forseta landsins, til að ræða málið.
Tengdar fréttir Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Sjá meira
Pólska þingið samþykkir umdeildar breytingar um skipun dómara Neðri deild pólska þingsins samþykkti í morgun frumvarp sem mun færa dómsmálaráðherra landsins vald til að skipa dómara við hæstarétt landsins. 20. júlí 2017 15:21