Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2017 13:45 Litla stúlkan er komin á lyf og virðist líða betur. Myndin er birt með leyfi móðurinnar. Helena Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira