Forstjóri SS segir allar tengingar auglýsinga við nasista fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 20. júlí 2017 12:31 Steinþór Skúlason hjá SS segir það afar langsótt að telja að þarna sé verið að vísa til öryggis- og hersveita þýska Nasistaflokksins. „Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
„Þetta er hártogun,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands. Á samfélagsmiðlum hafa undanfarið, bæði á Facebook sem og Twitter, komið upp raddir þess efnis að ný auglýsingaskilti frá SS, sem auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði, þar sem birt er mynd af hjarta og svo SS, þá í merkingunni I love SS, gæti hæglega vafist fyrir erlendum ferðamönnum.Vísun ævintýri Árna pylsu í New York Því þó merking skammstöfunarinnar SS fari vart á milli mála meðal Íslendinga sé önnur merking skammstöfunarinnar ólíkt þekktari; sem sagt Öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins. Steinþór segir það afar langsótt, svo ekki sé meira sagt, að telja að einhver kunni hugsanlega að dragi þá ályktun að hér sé um ástarjátningu á Nasistaflokknum að ræða.Ferðamálafrömuðurinn Jón Gunnar Benjamínsson er einn fjölmargra sem hefur velt fyrir sér inntaki nýrra auglýsinga frá SS.„Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála. Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.“Aldrei ætlunin að ala á misskilningi Steinþór hafnar því jafnframt alfarið að þarna séu auglýsingabrögð í tafli, að þeir og Hvíta húsið hafi verið að sækjast eftir hugsanlegri aukaathygli með því að ala á misskilningi. „Nei, þá hefði ekki staðið þarna undir SS pylsur. Annars hefði ef til vill verið hægt að halda því fram að þarna væri undir rós verið að gefa einhverju slíku undir fótinn. En, í allri umræðu um þetta þá datt engum þessi flötur í hug. Eins og ég segi, það er svo margt sem flýgur á netinu. Og það þarf nokkuð einbeittan vilja til að lesa eitthvað svona út úr þessu,“ segir Steinþór. Forstjórinn bendir jafnframt á að það sé úr vegi að vera ofurviðkvæm gagnvart skammstöfuninni SS. Þetta sé skammstöfun fyrir Sláturfélag Suðurlands og reyndar upphafsstafir hans sjálfs sem og dætra hans.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira