Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu. Árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar um 160 þúsund laxaseiði af norskum stofni. Þau komu til eldishússins við Gileyri á Tálknafirði í september 2001 og áttu að fara í sjókvíar sumarið eftir. Slátra átti fisknum í desember 2003 og gert var ráð fyrir að aflinn yrði um 600 til 700 tonn. Þessar áætlanir urðu að engu þegar norskur samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota. Þrátt fyrir tilraunir fékk félagið hvorki lánsfjármagn né nýtt hlutafé til kaupa á eldiskvíum. Um mitt ár 2002 þraut fjármagnið og eftir að laxaseiðin höfðu verið í þriggja mánaða svelti ákvað Níels að hleypa 160 þúsund seiðunum seiðunum í sjó við Gileyri í gegnum botnlokur. Seiðin voru um 350 til 600 grömm þegar þeim var sleppt. Níels vildi ekki koma í viðtal vegna málsins en í samtali við fréttastofu sagði hann að gríðarlega kostnaðarsamt hefði verið að hreinsa upp eftir seiðin hefðu þau drepist í kerunum og hafði það áhrif á ákvörðunina. Líkt og fréttastofa hefur fjallaði nýverið um gefa bráðabirgðaniðurstöður rannóknar Hafró skýr merki um erfðablöndun í tveimur laxastofnun í Botnsá og Sunndalsá en báðar árnar eru á svæðinu. Guðni Guðbergsson, forstöðumaður ferskvatnslífríkissviðs, segir mögulegt að áhrifa sleppingarinnar sé þarna að gæta. Fara þurfi aftur yfir gögnin í ljósi nýrra upplýsinga. „Það er ekki útilokað. Það þarf kannski að skoða það betur. En ef þetta hafa verið fiskar sem voru seyði 2001 þá er býsna langt síðan og þetta er þá komið yfir á aðra kynslóð. Ef ég veit rétt hafa þessir fiskar verið af fyrstu kynslóð. En í ljósi þessa þarf að fara yfir þau gögn aftur," segir Guðni. Hann segir einnig mögulegt að efla þurfi eftirlit með laxeldi hér á landi fyrst menn komist upp með að sleppa slíku magni af seiðum án þess að eftirlitsaðilar verði þess varir. Fiskistofa hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband en segir það grafalvarlegt. Háttsemin varði nokkur ákvæði laga um fiskeldi og geta brot af þessu tagi varðað fangelsisvist.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira