Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 31. júlí 2017 20:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir. Ég hef verið að hugsa um þrif. Ég hef verið að hugsa um að þrífa minna. Segja mig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara.Klósett og kavíarMig grunar að við séum flest haldin ákveðinni sérvisku þegar kemur að þrifum og hreinlæti. Mér gæti ekki verið meira sama þótt fólk skilji klósettsetur eftir uppi eða kreisti tannkremstúpur óvarlega. Ef bremsuförin trufla þig við tannburstun þá er það þetta brúna sem er vandamálið. Kannski eru tannkremstúpur öðruvísi í dag en þegar grínminnið um þær varð til en það er að minnsta kosti lítið mál að taka eitt skipulagt kreist á kavíarinn og málið er leyst. Hinsvegar finnst mér fáránlegt að þurrka sér ekki inni í sturtuklefanum og auðvitað þrífur maður öll gólfin í einu annars verður komið laukhýði inn á bað eftir korter. StoryÞað besta við þessar tiktúrur er að þær eru persónubundnar. Það er til fólk sem straujar nærföt og fólk sem tæmir herbergi til að skúra gólfin. Og fólk sem þrífur ísskápinn sinn í hverri viku. En yfirleitt vitum við bara ekkert af því og finnum því enga þörf til að apa þetta eftir. Mitt kalda mat er nefnilega að meðalheimili á Íslandi sé of hreint. Þannig að þótt það sé móðins að fylgjast með fólki þrífa og veita blettaráðgjöf á samfélagsmiðlum þá eigum við bara að nota ráðin en alls ekki auka þrifin.Hvað skúraðir þú í mörg ár?Ef ég eyði hálftíma á dag í að ganga frá í eldhúsinu þá gerir það meira en sjö og hálfan sólarhring á ári. Eða eitt og hálft svefn- og pásulaust ár samanlagt frá 14 ára aldri til 84 ára sem er meðalaldur íslenskra kvenna í dag. Mér finnst alveg nógu óþolandi að við skulum sofa einn þriðja af ævinni. Þegar ég ligg banaleguna vil ég ekki eyða þeim tíma í að syrgja mánuðina sem ég eyddi í að skúra og færa hluti milli herbergja. Því það er í rauninni bara það sem tiltekt er!Trúarbrögð nútímansHafa ritúalar þrifa komið í stað helgisiða? Við röðum trúarjátningunni í uppþvottavélina. Heita vatnið skolar burt syndum okkar og í stað þess að fara í messu þrífum við bílinn eða tannkremið af speglinum. Við leggjumst ekki á bæn heldur með tusku á glugga. Þannig myndum við strúktúr lítilla og stórra athafna til að lifa lífinu í kring um og helgum hversdaginn. Við trúum á heilagan Mr. Muscle og Sólrún Diego er okkar dýrðlingur. Sérstakur verndari vikuþrifa. Við fyllum stofur af ilmi eins og kaþólskir kirkjudrengir og leitum syndaaflausnar með að viðurkenna fyrir vinkonu að það sé komin vika síðan ryksugan var notuð. Erfðasyndin er stærst í þessu eins og öðru og samviskubitið skammt undan.Trúleysi, takkMá ég biðja um að við gerumst trúleysingjar og segjum okkur úr þessari þjóðkirkju þrifa? Við rennum bara yfir gólfin fyrir jólin og stórviðburði. Kannski að Siðmennt geti tekið þetta að sér líka? Ferming með þrifum. Það þykir kannski meira viðeigandi en að leikskólar selji fjölskyldum kvöldmat. Getum við sameinast um þetta, að þrífa minna? Því við þurfum að vera samstíga, sem samfélag, í að lækka standardinn. Auðvitað er vont að stíga á legó og rispa rassinn á sandkornum í rúminu. En við megum alveg njóta þess að það eru engir maurar á Íslandi og það er bara allt í lagi að sleppa stundum stiginu þar sem þvotturinn er brotinn saman. Það yrði svo gott að þurfa ekki að rjúka til og skrúbba klósettið í hvert sinn sem einhver hringir dyrabjöllunni. Svo er þetta einfaldlega óumhverfisvænt.Pistillinn birtist fyrst í maí tölublaði Glamour en Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur blaðsins. Tengdar fréttir 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00 Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00 RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00 #virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00 Róninn Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. 13. apríl 2017 09:00 Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour
Ég hef verið að hugsa um þrif. Ég hef verið að hugsa um að þrífa minna. Segja mig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara.Klósett og kavíarMig grunar að við séum flest haldin ákveðinni sérvisku þegar kemur að þrifum og hreinlæti. Mér gæti ekki verið meira sama þótt fólk skilji klósettsetur eftir uppi eða kreisti tannkremstúpur óvarlega. Ef bremsuförin trufla þig við tannburstun þá er það þetta brúna sem er vandamálið. Kannski eru tannkremstúpur öðruvísi í dag en þegar grínminnið um þær varð til en það er að minnsta kosti lítið mál að taka eitt skipulagt kreist á kavíarinn og málið er leyst. Hinsvegar finnst mér fáránlegt að þurrka sér ekki inni í sturtuklefanum og auðvitað þrífur maður öll gólfin í einu annars verður komið laukhýði inn á bað eftir korter. StoryÞað besta við þessar tiktúrur er að þær eru persónubundnar. Það er til fólk sem straujar nærföt og fólk sem tæmir herbergi til að skúra gólfin. Og fólk sem þrífur ísskápinn sinn í hverri viku. En yfirleitt vitum við bara ekkert af því og finnum því enga þörf til að apa þetta eftir. Mitt kalda mat er nefnilega að meðalheimili á Íslandi sé of hreint. Þannig að þótt það sé móðins að fylgjast með fólki þrífa og veita blettaráðgjöf á samfélagsmiðlum þá eigum við bara að nota ráðin en alls ekki auka þrifin.Hvað skúraðir þú í mörg ár?Ef ég eyði hálftíma á dag í að ganga frá í eldhúsinu þá gerir það meira en sjö og hálfan sólarhring á ári. Eða eitt og hálft svefn- og pásulaust ár samanlagt frá 14 ára aldri til 84 ára sem er meðalaldur íslenskra kvenna í dag. Mér finnst alveg nógu óþolandi að við skulum sofa einn þriðja af ævinni. Þegar ég ligg banaleguna vil ég ekki eyða þeim tíma í að syrgja mánuðina sem ég eyddi í að skúra og færa hluti milli herbergja. Því það er í rauninni bara það sem tiltekt er!Trúarbrögð nútímansHafa ritúalar þrifa komið í stað helgisiða? Við röðum trúarjátningunni í uppþvottavélina. Heita vatnið skolar burt syndum okkar og í stað þess að fara í messu þrífum við bílinn eða tannkremið af speglinum. Við leggjumst ekki á bæn heldur með tusku á glugga. Þannig myndum við strúktúr lítilla og stórra athafna til að lifa lífinu í kring um og helgum hversdaginn. Við trúum á heilagan Mr. Muscle og Sólrún Diego er okkar dýrðlingur. Sérstakur verndari vikuþrifa. Við fyllum stofur af ilmi eins og kaþólskir kirkjudrengir og leitum syndaaflausnar með að viðurkenna fyrir vinkonu að það sé komin vika síðan ryksugan var notuð. Erfðasyndin er stærst í þessu eins og öðru og samviskubitið skammt undan.Trúleysi, takkMá ég biðja um að við gerumst trúleysingjar og segjum okkur úr þessari þjóðkirkju þrifa? Við rennum bara yfir gólfin fyrir jólin og stórviðburði. Kannski að Siðmennt geti tekið þetta að sér líka? Ferming með þrifum. Það þykir kannski meira viðeigandi en að leikskólar selji fjölskyldum kvöldmat. Getum við sameinast um þetta, að þrífa minna? Því við þurfum að vera samstíga, sem samfélag, í að lækka standardinn. Auðvitað er vont að stíga á legó og rispa rassinn á sandkornum í rúminu. En við megum alveg njóta þess að það eru engir maurar á Íslandi og það er bara allt í lagi að sleppa stundum stiginu þar sem þvotturinn er brotinn saman. Það yrði svo gott að þurfa ekki að rjúka til og skrúbba klósettið í hvert sinn sem einhver hringir dyrabjöllunni. Svo er þetta einfaldlega óumhverfisvænt.Pistillinn birtist fyrst í maí tölublaði Glamour en Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur blaðsins.
Tengdar fréttir 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00 Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00 RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00 #virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00 Róninn Ég heiti Hallgerður og barnið mitt er drykkjusjúklingur. 13. apríl 2017 09:00 Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Strigaskór og dúnúlpur á strætum Parísar Glamour
16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Flestir vita að sumar konur kalla klósettgólfið í vinnunni sitt annað heimili fyrstu vikur meðgöngu (akkúrat þegar enginn má vita neitt!). Hér er sjónum beint að öllum hinum ógeðslegu smáatriðunum sem fylgja dásemdinni. 4. október 2016 20:00
Veðrið elt Hvað gerist þegar þetta skapandi en óskipulagða fólk tekur á móti gestum utan úr heimi? Hallgerður um ferðamannabransann. 16. apríl 2017 10:00
RosaLEGar samsæriskenningar Karlapillan situr ennþá sneypt á bekknum eins og barn sem enginn vill hafa með í sínu fótboltaliði. Á meðan er meiri peningum varið í að finna bestu leiðina til að vana hunda en að stýra frjósemi Homo sapiens. 5. desember 2016 21:00
#virðing Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. 4. september 2016 15:00