Caeleb Dressel jafnaði HM-met Michael Phelps Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2017 22:30 Caeleb Dressel er í þokkalegasta formi. Vísir/Getty Caeleb Dressel er nýjasta bandaríska súperstjarnan í sundheiminum en hann fór á kostum á HM í sundi í Búdapest sem lauk í dag. Hinn tvítugi Caeleb Dressel jafnaði í dag tíu ára gamalt heimsmeistaramótsmet Michael Phelps á lokadeginum þegar hann vann sín sjöundu gullverðlaun á mótinu. Sjöunda gullið hans kom í boðsundi þar sem hann synti fyrsta sprettinn 4 x 100 metra fjórsundi. Þetta voru fjórðu gullverðlaun Dressel í boðsundum á heimsmeistaramótinu. Dressel vann þrjár einstaklingsgreinar en hann er gríðarlega sterkur í hröðustu greinunum. Dressel vann bæði 50 og 100 metra skriðsund sem og 100 metra flugsund. Dressel á tvö Ólympíugull síðan í Ríó 2016 en hann var þá meðlimur í tveimur gullsveitum Bandaríkjanna. „Ég hef aldrei upplifað svona áður þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég ætla að taka mér frí í Evrópu, fara til Póllands og Skotlands, og slappa af. Þetta voru átta skemmtilegustu dagar lífs míns. Það var æðislegt að fá að gera það sem ég elska að gera,“ sagði Caeleb Dressel. Caeleb Dressel er Florida Gator eins og Hrafnhildur Lúthersdóttir en þau stunduðu bæði háskólanám hjá University of Florida. Michael Phelps setti metið á HM í Melbourne 2007. Hann vann þá fimm einstaklingsgreinar og var í tveimur gullsveitum Bandaríkjanna. Einstaklings Phelps fyrir tíu árum komu í 100 og 200 metra flugsundi, 200 og 400 metra fjórsundi og svo í 200 metra skriðsundi.Caeleb Dressel á verðlaunapallinum.Vísir/Getty Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Caeleb Dressel er nýjasta bandaríska súperstjarnan í sundheiminum en hann fór á kostum á HM í sundi í Búdapest sem lauk í dag. Hinn tvítugi Caeleb Dressel jafnaði í dag tíu ára gamalt heimsmeistaramótsmet Michael Phelps á lokadeginum þegar hann vann sín sjöundu gullverðlaun á mótinu. Sjöunda gullið hans kom í boðsundi þar sem hann synti fyrsta sprettinn 4 x 100 metra fjórsundi. Þetta voru fjórðu gullverðlaun Dressel í boðsundum á heimsmeistaramótinu. Dressel vann þrjár einstaklingsgreinar en hann er gríðarlega sterkur í hröðustu greinunum. Dressel vann bæði 50 og 100 metra skriðsund sem og 100 metra flugsund. Dressel á tvö Ólympíugull síðan í Ríó 2016 en hann var þá meðlimur í tveimur gullsveitum Bandaríkjanna. „Ég hef aldrei upplifað svona áður þannig að ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég ætla að taka mér frí í Evrópu, fara til Póllands og Skotlands, og slappa af. Þetta voru átta skemmtilegustu dagar lífs míns. Það var æðislegt að fá að gera það sem ég elska að gera,“ sagði Caeleb Dressel. Caeleb Dressel er Florida Gator eins og Hrafnhildur Lúthersdóttir en þau stunduðu bæði háskólanám hjá University of Florida. Michael Phelps setti metið á HM í Melbourne 2007. Hann vann þá fimm einstaklingsgreinar og var í tveimur gullsveitum Bandaríkjanna. Einstaklings Phelps fyrir tíu árum komu í 100 og 200 metra flugsundi, 200 og 400 metra fjórsundi og svo í 200 metra skriðsundi.Caeleb Dressel á verðlaunapallinum.Vísir/Getty
Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira