Haukar búnir að rifta samningi við Ivan Ivkovic og senda hann heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 14:27 Ivan Ivkovic í leik með Haukum á síðasta tímabili. Vísir/Anton Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Ivan Ivkovic ævintýrið í Haukum er á enda og miklu fyrr en áætlað var. Stórskyttan hefur spilað sinn síðasta leik með Haukunum en Haukar hafa ákveðið að senda Króatann til sín heima. Haukarnir ákváðu að rifta samningi sínum við leikmanninn fyrir Verslunarmannahelgi en hann var með samning til júní 2019 eða í tvö tímabil til viðbótar. Gunnar Magnússon, þjálfari Haukaliðsins, staðfesti þessar fréttir við Vísi en vildi ekki fara nánar út í ástæður þess að samningnum var rift. Ivan Ivkovic hefur þegar yfirgefið landið. Samkvæmt heimildum Vísis þá voru það vandræði utan vallar sem leiddu til þess að samningnum við Ivan Ivkovic var sagt upp. Ivan Ivkovic kom til Hauka eftir áramót og lék með liðinu í seinni hluta mótsins. Ivan Ivkovic er 207 sentímetra hár og hélt upp á 21 árs afmælið sitt í mars. Hann skoraði 50 mörk í 11 deildarleikjum með Haukum á síðustu leiktíð og 8 mörk í 3 leikjum í úrslitakeppninni. Þetta hefur ekki verið gott sumar fyrir Hauka því Ivkovic er önnur stórskyttan sem liðið missir. Adam Haukur Baumruk greindist með einkirningasótt og verður líklega frá marga mánuði. Framhaldið hjá honum kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir frekari skoðun í lok mánaðarins. Gunnar segir að Haukar séu að skoða það að finna leikmenn í stað þeirra Adams Hauks og Ivkovic. Liðið hefur þegar fengið til sín markvörðinn Björgvin Pál Gústavsson, línumanninn Pétur Pálsson og þá er mjög líklegt að liðið fái einnig Atla Már Báruson frá Val en aðeins á eftir að skrifa undir samning við þann fjölhæfa leikmann.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48