Frakkar hafna opinberu embætti forsetafrúar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Brigitte Macron hefur verið mikið í sviðsljósinu frá því að Emmanuel Macron tók við embætti forseta. Á dögunum tók hún á móti söngkonunni Rihönnu og ræddu þær saman um stuðning Frakka við góðgerðarsamtök. vísir/epa Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mun ekki gegna opinberu hlutverki forsetafrúar Frakklands. Frá þessu greindi Telegraph í gær og vísaði í heimildarmenn innan frönsku ríkisstjórnarinnar sem og franska fjölmiðla. Tók forsetinn þessa ákvörðun í kjölfar þess að 280.000 Frakkar mótmæltu því að forsetafrúin fengi slíkt hlutverk. Áður hafði talsmaður ríkisstjórnarinnar, Christophe Castaner, tíst því að Brigitte Macron myndi ekki gegna neinu slíku hlutverki. Tíst Castaner dugði hins vegar ekki til að kveða niður orðróm þess efnis. Ekki er gert ráð fyrir opinberu hlutverki forsetafrúar í frönsku stjórnarskránni og þá er ekki hefð fyrir slíku í frönskum stjórnmálum, þótt forsetafrúin fái venjulega skrifstofu í Elysées-höll og ráði aðstoðarmenn. Forsetinn lofaði því hins vegar fyrir forsetakosningarnar fyrr á árinu að Brigitte Macron fengi opinbert hlutverk og vakti það loforð jafnt neikvæða sem jákvæða athygli. Ríkisstjórn Frakklands áformar á næstunni að setja lög sem meina þingmönnum að ráða sér aðstoðarmenn úr skylduliði sínu og er það liður í átaki forsetans gegn spillingu. Skemmst er að minnast þess er Francois Fillon, forsetaframbjóðandi Repúblikana, missti stóran hluta fylgis síns vegna gruns um að hann hefði borgað vandamönnum sínum laun fyrir óunnin störf. Var Macron því sakaður um hræsni þegar til stóð að gera hlutverk forsetafrúar formlegt. Ljóst er að franska þjóðin er ekki hrifin af því að gera hlutverk forsetafrúar formlegt og opinbert, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Um 280.000 undirskriftir söfnuðust gegn áformunum og þá sýnir könnun YouGov að 68 prósent Frakka eru andvíg því að maki forseta fái opinbert hlutverk. Á næstu dögum stendur þó til að birta skýrslu um hlutverk Brigitte Macron. Segja talsmenn ríkisstjórnarinnar það gert í nafni gegnsæis. Mun skjalið skýra hlutverk forsetafrúarinnar, án þess þó að stofnað sé sérstakt embætti í kringum hana. Þá verða upplýsingar gerða opinberar um hvað forsetafrúin kostar skattgreiðendur. Deilan um hlutverk Brigitte Macron er til marks um þau vandræði sem eiginmaður hennar hefur lent í undanfarna daga. Nú, þremur mánuðum eftir að hann var kjörinn, eru vinsældir hans að dvína hratt. Nýlegar kannanir sýna í fyrsta sinn að fleiri eru andvígir forsetanum en hlynntir honum. Samkvæmt nýrri könnun YouGov og Huffington Post nýtur forsetinn stuðnings 36 prósenta Frakka. Ef marka má þá könnun er Macron óvinsælli en Donald Trump Bandaríkjaforseti. Sá nýtur stuðnings 38 prósenta þjóðar sinnar ef marka má kannanir Gallup og CNN sem báðar birtust á sunnudag. Enginn Bandaríkjaforseti hefur notið jafn lítils stuðnings eftir jafn stuttan tíma í embætti frá því sambærilegar mælingar hófust.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira