Airbnb dýrast á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 20:00 Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hæsta meðalverðið á Airbnb gistingu í Evrópu er á Íslandi. Verðið er umtalsvert hærra en á hinum Norðurlöndunum en hagfræðingur segir það ekki koma á óvart í ljósi þess að almennt verð á gistingu hafi tvöfaldast hér á landi á síðustu árum. Vefsíðan Voucher Cloud kannaði meðalverð á Airbnb gistinu í allri Evrópu. Leitað var að gistingu fyrir eina manneskju í febrúar síðastliðnum og verðið á því við utan háannatíma og gæti því orðið hærra.Gisting í gegnum síðuna er langdýrust á Íslandi og er meðalverðið hér um 15.400 krónur. Næstdýrust er gistingin í Svíþjóð á 11.200 krónur. Ísland er þar með um 38 prósentum dýrara. Fyrir vikuleigu í Reykjavík borgar ferðamaðurinn þar með um 108 þúsund krónur samanborið við 78 þúsund krónur í Stokkhólmi. Hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir mikinn verðmun ekki koma á óvart í ljósi þess hversu dýr gisting sé almennt á Íslandi. „Verð á gistingu hér er mjög hátt miðað við í öðrum löndum. Það er hærra en á flestum hinum Norðurlöndum og í erlendri mynt hefur það meira en tvöfaldast frá árinu 2010," segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur. Ein helsta ástæðan er gríðarleg eftirspurn. Ferðamannastraumurinn er það mikill og nýtingin á hótelum það góð að hægt er að verðleggja Airbnb gistinguna á þennan hátt. „Þetta er fyrst og fremst út af því að það hefur orðið þessi gríðarlega fjölgun ferðamanna sem eykur eftirspurnina svona mikið auk þess sem nýtingartölur á hótelum eru mjög góðar í evrópsku samhengi. Á sama tíma hefur krónan síðan styrkst," segir Konráð. Aðstæður á húsnæðismarkaðnum hér á landi hafa þó einnig áhrif. Samhliða hærra almennu leiguverði hækkar verð á Aribnb gistingu. „Ein af ástæðunum fyrir því að hún hefur hækkað svona mikið og verið svona há er að leiguverð hefur verið hækkandi þannig að fórnarkostnaðurinn við að leigja út Airbnb er alltaf að hækka." Konráð segir ólíklegt að þessar verðhækkanir haldi áfram með sama takti þar sem útlit er fyrir að mesti vöxturinn í ferðaþjónustunni sé liðinn. „Út frá því á maður erfitt með að sjá fram á að það verði svona miklar verðhækkanir í erlendri mynt allavega. En svo náttúrulega hvaða áhrif krónan mun hafa á verðið er erfiðara að spá fyrir um," segir Konráð.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent