Fordæmalausar breytingar á markaðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 19:00 Hlutabréf Haga féllu í dag um rúmlega sjö prósentustig en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag, þar sem vísað var í harðnandi samkeppni. Félagið Hagar sem meðal annars rekur verslanir Hagkaupa og Bónuss er eina fyrirtækið á dagvörumarkaði sem er skráð á markað og þarf að tilkynna breytingar á rekstrarhorfum til Kauphallar. Á föstudagskvöld sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að hagnaður félagsins eftir alla venjulega rekstrarliði fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20 prósent lægri en í fyrra. Í tilkynningunni segir að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. Kauphöllinn var opnuð í dag eftir helgarfrí og strax við opnun markaða tóku bréf Haga að falla. Nam heildarlækkun dagsins 7,2 prósentum. Þetta er í annað sinn síðan Costco var opnað sem Hagar senda frá sér afkomuviðvörun. Í þeirri fyrri sagði einnig að breytt markaðsstaða myndi hafa áhrif á reksturinn. Markaðsverð Haga hefur hríðlækkað eftir innreið Costco. Bréfin hafa lækkað um 28 prósent og markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um 18,5 milljarða króna. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir breytingarnar sem eru að eiga sér stað vera fordæmalausar. „Það sem er að gerast á þessum markaði er fordæmalaust. Það eru að koma inn á þennan agnarsmáa íslenska markað tvö alþjóðleg risafyrirtæki. Fyrst opnaði Costco í maí og síðan mun H&M opna fyrstu af þremur búðum í þessum mánuði," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um áhrif verslanarisanna tveggja á Íslandi til framtíðar. „Það var eiginlega skrifað í skýin að áhrifin yrðu einhver til skemmri tíma en það er útilokað og ég held að enginn geti spáð því hver áhrifin verða þegar ár er liðið eða hálft ár," segir Andrés. Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Hlutabréf Haga féllu í dag um rúmlega sjö prósentustig en félagið sendi frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða á föstudag, þar sem vísað var í harðnandi samkeppni. Félagið Hagar sem meðal annars rekur verslanir Hagkaupa og Bónuss er eina fyrirtækið á dagvörumarkaði sem er skráð á markað og þarf að tilkynna breytingar á rekstrarhorfum til Kauphallar. Á föstudagskvöld sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að hagnaður félagsins eftir alla venjulega rekstrarliði fyrir tímabilið mars til ágúst verði um 20 prósent lægri en í fyrra. Í tilkynningunni segir að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. Kauphöllinn var opnuð í dag eftir helgarfrí og strax við opnun markaða tóku bréf Haga að falla. Nam heildarlækkun dagsins 7,2 prósentum. Þetta er í annað sinn síðan Costco var opnað sem Hagar senda frá sér afkomuviðvörun. Í þeirri fyrri sagði einnig að breytt markaðsstaða myndi hafa áhrif á reksturinn. Markaðsverð Haga hefur hríðlækkað eftir innreið Costco. Bréfin hafa lækkað um 28 prósent og markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um 18,5 milljarða króna. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir breytingarnar sem eru að eiga sér stað vera fordæmalausar. „Það sem er að gerast á þessum markaði er fordæmalaust. Það eru að koma inn á þennan agnarsmáa íslenska markað tvö alþjóðleg risafyrirtæki. Fyrst opnaði Costco í maí og síðan mun H&M opna fyrstu af þremur búðum í þessum mánuði," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um áhrif verslanarisanna tveggja á Íslandi til framtíðar. „Það var eiginlega skrifað í skýin að áhrifin yrðu einhver til skemmri tíma en það er útilokað og ég held að enginn geti spáð því hver áhrifin verða þegar ár er liðið eða hálft ár," segir Andrés.
Mest lesið Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira