Fann engan sem átti kjól fyrir rauða dregilinn í hennar stærð Ritstjórn skrifar 8. ágúst 2017 11:00 Glamour/Getty Ein vinsælasta fyrirsæta ársins Ashley Graham er í opinskáu viðtali við tískukálf The New York Times, The Cut en þar talar hún meðal annars um hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að finna hönnuð sem vildi klæða hana fyrir rauða dregilinn. Graham segir meðal annars að hún hafi ákveðið að sitja heima fyrir einn stærsta tískuviðburð ársins í fyrra, Met Gala, þar sem hún fann engan hönnuð í tæka tíð sem átti fatnað í hennar stærð. Það kemur fram að tískuhúsin eru alla jafna með sína nýjustu hönnun á þessum rauða dregli og þar sem Graham er ekki í "sample size" þá var erfitt að finna kjól. Ashley Graham er ein vinsælasta fyrirsætan um þessar mundir.Það sama var upp á teningnum þegar Graham prýddi forsíðu breska Vogue núna í sumar en sjálfur ritstjórinn, Alexandra Shulman skrifaði um það í leiðaranum sínum hvernig sum tískuhúsin hreint og beint neituðu að klæða fyrirsætuna. Sem betur fer var annað upp á teningnum í ár þegar Graham mætti á Met Gala 2017 en þar var hún stórglæsileg í sérsaumuðum kjól frá H&M. Graham, sem sat eftirminnilega fyrir í maí blaði íslenska Glamour árið 2015, er partur af Alda Women samtökunum ásamt fyrirsætunni Ingu Eiríksdóttur. Samtökin hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir.Graham var í sérsaumuðum kjól frá H&M fyrir Met Gala í ár. Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Forskot á haustið Glamour
Ein vinsælasta fyrirsæta ársins Ashley Graham er í opinskáu viðtali við tískukálf The New York Times, The Cut en þar talar hún meðal annars um hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að finna hönnuð sem vildi klæða hana fyrir rauða dregilinn. Graham segir meðal annars að hún hafi ákveðið að sitja heima fyrir einn stærsta tískuviðburð ársins í fyrra, Met Gala, þar sem hún fann engan hönnuð í tæka tíð sem átti fatnað í hennar stærð. Það kemur fram að tískuhúsin eru alla jafna með sína nýjustu hönnun á þessum rauða dregli og þar sem Graham er ekki í "sample size" þá var erfitt að finna kjól. Ashley Graham er ein vinsælasta fyrirsætan um þessar mundir.Það sama var upp á teningnum þegar Graham prýddi forsíðu breska Vogue núna í sumar en sjálfur ritstjórinn, Alexandra Shulman skrifaði um það í leiðaranum sínum hvernig sum tískuhúsin hreint og beint neituðu að klæða fyrirsætuna. Sem betur fer var annað upp á teningnum í ár þegar Graham mætti á Met Gala 2017 en þar var hún stórglæsileg í sérsaumuðum kjól frá H&M. Graham, sem sat eftirminnilega fyrir í maí blaði íslenska Glamour árið 2015, er partur af Alda Women samtökunum ásamt fyrirsætunni Ingu Eiríksdóttur. Samtökin hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir.Graham var í sérsaumuðum kjól frá H&M fyrir Met Gala í ár.
Mest lesið ZARA opnar í Smáralind á ný Glamour Er Adidas að verða vinsælla en Nike? Glamour Þessi voru verst klædd á Brit Awards Glamour Svona gera stjörnurnar sig til fyrir Met Gala Glamour Auglýsing Zara vekur hörð viðbrögð Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Stálu senunni á tískuvikunni í París Glamour Er augabrúna„bling“ næsta trendið? Glamour Ricardo Tisci á leiðinni til Versace? Glamour Forskot á haustið Glamour