Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 23:30 Sam Clovis (t.h.) sem Trump skipaði sem yfirvísindamann landbúnaðaráðuneytisins síns telur loftslagsvísindi rusl. Vísir/AFP Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00