Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Sala Haga hélt áfram að dragast saman í júlí. vísir/eyþór Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Um 18,6 milljarðar króna af markaðsvirði smásölurisans Haga hafa þurrkast út frá því að bandaríska keðjan Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í maímánuði. Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í Högum stóð í 39,4 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu á föstudag. Hefur það lækkað um 28,7 prósent frá því að Costco opnaði verslun sína 23. maí síðastliðinn. Á sama tíma hefur markaðsvirði Haga lækkað um 28,8 prósent, úr 64,7 milljörðum í 46,1 milljarð. Gengi bréfanna fór niður í 38 um miðjan júlímánuð, skömmu eftir að félagið sendi frá sér sína fyrstu afkomuviðvörun, en fyrir utan það hefur hlutabréfaverðið ekki verið lægra í tvö ár. Sérfræðingar á fjármálamarkaði sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegt að markaðurinn bregðist nokkuð harkalega við viðvöruninni í dag og að gengið fari langleiðina niður í 37. Líkur séu á því að sala Haga batni eftir því sem líður á árið, en þó sé ólíklegt að gengið fari aftur yfir 40 í bráð. Í viðvöruninni kom fram að sölusamdrátturinn í júlí hafi verið á sömu nótum og í júní, en þá nam hann 8,5 prósentum milli ára að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Önnur afkomuviðvörun frá Högum Hagar sendu frá sér enn eina afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærkvöld. Sölusamdráttur hafi verið í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Fyrirtækið segir ljóst að breytt staða á markaði hafi mikil áhrif á félagið. 5. ágúst 2017 13:44