Eru bara 4,6 prósent lífeyrisþega í fátækt? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun