Vill ekki lengur fara einn í sturturnar eftir kynferðisáreiti Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 20:59 Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Móðir drengs sem segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni manns í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudag gagnrýnir að börn séu látin fara eftirlitslaus í gegnum klefana. Hún segir son sinn ekki lengur vilja fara einn í sturturnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við Vísi í morgun að hún rannsaki mál þar sem karlmaður er sagður hafa brotið gegn ungum dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar á mánudagsmorgun. Drengurinn er sjö ára og var á sundnámskeiði þegar brotið á að hafa átt sér stað, að sögn móður hans sem rætt var við í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún vildi ekki koma fram undir nafni.Vitni gaf sig fram eftir Facebook-færsluHún segir að drengurinn hafi greint henni frá brotinu þegar hún sótti hann af námskeiðinu á mánudag. „[Hann] segir mér þá að maður í sturtuklefanum hafi kysst sig og þegar við erum lögð af stað þá segir hann mér sem sagt að þessi maður hafi líka kysst á honum kynfærin,“ segir móðirin.Sjá einnig:Sagður hafa brotið gegn dreng í sturtuklefa Breiðholtslaugar Hún tók frásögn drengsins upp og afhenti lögreglu upptökurnar þegar hún lagði fram kæru gegn manninum. Vinkona móðurinnar skrifaði færslu á Facebook um málið og segir móðirin að maður hafi í kjölfarið gefið sig fram sem taldi sig hafa séð manninn sem á að hafa áreitt drenginn. Hann lýsi manninum sem undir tvítugum að aldri. Lýsing hans sé í aðalatriðum svipuð þeirri sem drengurinn gaf.Lögreglan er með málið til rannsóknar en hún er á frumstigi.Vísir/EyþórSagðist líða illa um kvöldiðSpurð um líðan sonar síns segir móðir drengsins að honum hafi liðið skringilega. Hann hafi ekki áttað sig á hvað hefði gerst en vitað að það sem maðurinn hefði gert væri bannað. „Það var í raun ekki fyrr en um kvöldið sem hann var að fara að sofa og allur þessi erill sem var yfir daginn hafði róast að hann kom til mín og tjáði mér það að þessi dagur hefði verið svolítið leiðinlegur og að honum liði svolítið illa yfir að þetta hafi gerst og var mjög dapur,“ segir móðirin. Hann geri sér hins vegar ekki alveg grein fyrir alvarleika málsins eða að það sé kynferðisbrot. „Það er kannski bara gott að honum líði ekki eins illa og okkur foreldrunum,“ segir hún.Eftirlitslaus í gegnum klefanaMóðir drengins kallar eftir auknu eftirliti á sundstöðum. Sonur hennar hafi sagt henni að það hafi aðeins verið fyrsta daginn á sundnámskeiðinu sem börnunum hafi verið fylgt í gegnum klefana. „Það skipti rosalega miklu máli að krakkar, sérstaklega svona ungir, þetta er kannski í fyrta skipti sem þau fara ein í klefa, að einhver sé að fylgjast með þeim,“ segir hún. Drengurinn hefur haldið áfram á námskeiðinu eftir uppákomuna en faðir hans hefur fylgt honum í laugina. „Hann er ekki hræddur við að fara í sund en hann vill ekki fara einn í klefa,“ segir konan.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Umsvif Rúv takmörkuð og svona á að raða í uppþvottavél Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira