Dýrara að særa konur en karla hjá hárskerum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Jökull Jörgensen, hjá Amadeus hársnyrtistofu, er einn fárra í stéttinni sem innheimtir sama gjald af konum og körlum. vísir/laufey „Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ég fór í klippingu með manninum mínum fyrir um það bil tveimur árum. Hann fékk klippingu en það var sært neðan af hárinu á mér. Hann borgaði töluvert minna, ég held að það hafi verið 1.500 eða 2.000 krónur sem munaði, segir Aðalheiður Ólafsdóttir líffræðingur. „Það var særing hjá mér en klipping hjá honum þannig að það tók ekki lengri tíma hjá mér,“ segir Aðalheiður. „Mér fannst þetta mjög óréttlátt og ég ákvað að ég ætlaði ekki að fara í klippingu á hárgreiðslustofu fyrr en ég fyndi stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Ég fékk mömmu til að særa neðan af hárinu á mér þangað til núna. Þá langaði mig til að breyta til og fá mér einhverja klippingu,“ segir Aðalheiður. Aðalheiður ákvað þá að hringja í hárgreiðslustofur til að finna stofu sem rukkaði það sama fyrir karla og konur. Hún hringdi í um 30 hárgreiðslustofur og fann tvær sem taka sama gjald fyrir konur og karla. Annars vegar Hár og smár og hins vegar Amadeus. Í 24. grein jafnréttislaga er lagt bann við mismunun við afhendingu á vöru eða þjónustu eftir kyni. Álitaefnið snýr þá að því hvort dömu- og herraklipping sé sambærileg þjónusta. Því hafna flestir þeir hárskerar sem Fréttablaðið talaði við í gær. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur ekki reynt á þetta fyrir dómi hér á landi. Hins vegar hefur mál af því tagi farið fyrir millidómsstig í Danmörku. Árið 2012 kvartaði stuttklippt kona til jafnréttisnefndar þar í landi yfir mismunun. Hún var ósátt við hárgreiðslustofu sem rukkaði meira fyrir dömuklippingu en fyrir herraklippingu. Jafnréttisnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hárgreiðslustofan hefði brotið jafnréttislög og skyldi greiða 2.500 danskar krónur í bætur. Hárskerarnir fóru með málið fyrir eystri landsrétt. Þar færðu þeir rök fyrir því að herraklipping og dömuklipping væri ekki sambærileg þjónusta. Dömuklipping væri flóknara fyrirbæri og tæki lengri tíma. Dómstóllinn féllst á þessi rök hárskeranna og komst einnig að þeirri niðurstöðu að þar sem konan hefði ekki óskað sérstaklega eftir herraklippingu, hefðu jafnréttislög ekki verið brotin. Daði Ólafsson, hjá Neytendastofu, vildi ekki taka formlega afstöðu til málsins en sagði það ekki koma á óvart þó sambærileg sjónarmið væru í spilinu fyrir íslenskum dómstólum eða kærunefnd jafnréttismála.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira