Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Jeppa var ekið upp í miðjar hlíðar Esjunnar þar sem hann festist. Hafa þarf hraðar hendur við að laga skemmdirnar sem af hlutust. vísir/stefán Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, samkvæmt lögum um náttúruvernd. En þar segir jafnframt að ef alvarleg spjöll verða á náttúru landsins vegna slíkra brota skuli viðkomandi sæta sektum, að lágmarki 350 þúsund krónum, eða fangelsi allt að fjórum árum.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktar Reykjavíkurvísir/pjeturLögreglan rannsakar nú mál manns sem ók Land Cruiser jeppa upp í Esjuhlíðar um síðustu helgi og festi hann þar. Bíllinn var dreginn niður í fyrrakvöld. „Þetta mál er hjá lögreglunni og meðhöndlað eins og hvert annað lögbrot,“ segir Davíð Örvar Hansson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hann segir að vegfarandi hafi vakið athygli lögreglu á málinu. Davíð segir að hingað til hafi viðurlög við brotum jafnan falið í sér fjársektir sem hafi hlaupið á milli hundrað til tvö hundruð þúsunda króna. „Þú sérð til dæmis utanvegaakstur í Kverkfjalli í fyrra. Það var eitthvað á annað hundrað þúsund,“ segir hann. Helgi Gíslason, hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir skemmdirnar vegna utanvegaakstursins verulegar. „Það verður kostnaðarsamt að laga þetta af því að þetta þarf allt að laga með höndunum. Það er ekki hægt að fara með nein tæki þarna upp til að laga þetta. Enda er svo sem ekki æskilegt að fara með tæki út í mýri. Þetta er eitthvað sem við þurfum að ráðast í mjög fljótt því þarna er hætt við að það fari að grafast úr hjólförunum og það auki skemmdirnar verulega,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktin hafi mannskap til að takast á við verkefnið segir hann að það þurfi þá einfaldlega að finna þann mannskap. Verkefnið geti ekki beðið. Helgi segist þó ekki þora að segja til um það í krónum talið eða umfangi vinnu hversu stórt verkefnið er. „Við metum það og þegar það er búið þá sjáum við hvert tjónið er,“ segir hann. Helgi segir að Skógræktarfélagið hafi nú þegar falið lögmanni sínum að kæra málið og gera bótakröfu vegna þeirra skemmda sem orðið hafa. Hann segist ekki kannast við að áður hafi verið ekið upp í hlíðar Esjunnar. „Þetta er óvenjulegt enda held ég að allir hafi verið frekar hissa yfir þessu máli. Þetta er svona með því undarlegra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Esjan Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira