Fótbolti

Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig eitt mark í dag.
Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig eitt mark í dag. Vísir/Getty
Það fór fram Íslendingaslagur í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag þegar Kristiandstad tók á móti Djurgården.

Hallbera Guðný Gísladóttir og Guðbjörg GUnnarsdóttir voru á sínum stað í byrjunarliði gestanna frá Djurgården, og Sif Atladóttir stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Kristianstad.

Hin sænska Alice Nilsson kom Kristianstad yfir á 16. mínútu en Katrin Schmidt jafnaði fyrir Djurgården á 20. mínútu. Mia Jalkerud skoraði svo sigurmark Djurgården í uppbótartíma, leiknum lauk með 1-2 sigri Djurgården.

Með sigrinum fer Djurgården upp í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig. Liðið er hins vegar 15 stigum frá toppliði Linköping.

Kristianstad situr eftir í 7. sæti deildarinnar með 14 stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×