Vildu þrýsta á kjósendur og stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Þjóðarsorg ríkir nú á Spáni vegna hryðjuverkaárásarinnar. Nordicphotos/AFP Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Markmiðið með árás hryðjuverkamanna Íslamska ríkisins (ISIS) á Römbluna í Barcelona var að setja þrýsting á spænsk stjórnvöld og spænskan almenning í þeirri von að Spánn dragi sig út úr hernaðarbandalaginu gegn ISIS. Þessu hélt Mina al-Lami, greinandi BBC, fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í gær. Rás ISIS á spjallforritinu Telegram birti í kjölfar árásarinnar fjölda innleggja, bæði á arabísku og spænsku, þar sem þeim skilaboðum var beint til Spánverja að ríkisstjórn þeirra bæri ábyrgð á árásinni. „Spánverjar. Ekki flykkjast út á götur til að mótmæla hryðjuverkum, það er tilgangslaust. Þrýstið frekar á ríkisstjórn ykkar og fáið hana til að draga Spán úr þessu krossfararbandalagi,“ stóð í einum skilaboðum. Í öðrum skilaboðum stóð að fleiri árása væri að vænta. „Spánverjar. Það sem gerðist í Barcelona er bara byrjunin.“ Al-Lami hélt því jafnframt fram að miðausturlenskir hryðjuverkamenn litu á árásirnar í Madríd árið 2004 sem fullkomið dæmi um vel heppnaða árás. Árásin var gerð þremur dögum fyrir þingkosningar á Spáni og og átti drjúgan þátt í því að Spánverjar drógu hermenn sína heim frá Írak. Tala látinna hækkaði í fjórtán í gær en margir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi og þá felldi lögregla einnig fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni í bænum Cambrils. Umfangsmikil leit var í gær gerð að hinum marokkóska Moussa Oukabir, sem talinn er hafa keyrt sendiferðabíl niður Römbluna með fyrrnefndum afleiðingum. Seint í gærkvöldi var greint frá því að Oukabir hefði verið á meðal þeirra sem lögregla skaut til bana í Cambrils. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Oukabir hefði leigt tvo sendiferðabíla, annan til að fremja voðaverkið og hinn til þess að sleppa. Driss Oukabir, bróðir Moussa, var eftirlýstur um stund en skilríki hans voru notuð til að leigja bílana. Hann gaf sig fram á miðvikudag og sagðist saklaus, skilríkjum hans hefði verið stolið. Þá leitar lögregla einnig að þeim Said Aallaa, Mohamed Hychami og Younes Abouyaaqoub. Allir eru þeir fæddir í Marokkó. Katalónska lögreglan greindi frá því í gær að til hefði staðið að gera mun stærri árásir en þá sem gerð var á Römbluna. Á miðvikudag sprungu gastankar í húsi í smábænum Alcanar, suður af Barcelona. Sagði lögregla að þar hefðu fundist um tuttugu gastankar sem voru útbúnir til þess að nota í stórum árásum. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg á Spáni. Þá munu Spánverjar heiðra hina látnu með mínútu þögn í hádeginu í dag, eða klukkan 10.00 að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira