Fótbolti

Kjartani Henry og félögum tókst ekki að komast á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í Horsens áttu möguleika á því að komast upp í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Horsens náði hinsvegar aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti AaB frá Álaborg. AaB er í næstneðsta sæti deildarinnar og er enn ekki búið vinna leik á leiktíðinni.  

Horsens hefði með sigri komist upp í þrettán stig og þar með einu stigi framúr Nordsjælland sem situr áfram í toppsætinu og á auk þess leiki inni á mánudagskvöldið. Horsens er nú í 2. sæti stigi á eftir toppliðinu.

Kjartan Henry Finnbogason var samt hættulegur í framlínu Horsens og var fjórum nálægt því að skora í leiknum.

Þetta var annað jafntefli Horsens í röð eftir að liðið náði í 9 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum. Hitt jafntefli var á útivelli á móti FC Kaupamannahöfn.  

Kjartan Henry er búinn að skora eitt mark í fyrstu sex umferðunum og það mark var sigurmarkið í 1-0 sigri á Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×