Hryllingur í Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Íbúar Barcelona eru harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. vísir/EPA Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira