„Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið.
„Það eru nægir markaðir og verðið er á hraðri uppleið. Allar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir verulegum hækkunum á afurðaverðinu,“ segir hann.
Kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfrækt í níu mánuði. Eins og kunnugt er hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað sáran yfir mengun sem stafar frá verksmiðjunni og hefur Umhverfisstofnun takmarkað starfsleyfi hennar við einungis einn ljósbogaofn.
Í gær ályktaði bæjarráð Reykjanesbæjar að nauðsynlegt væri að stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta á meðan unnið væri að nauðsynlegum úrbótum. Kristleifur segir framleiðsluna hafa gengið upp og ofan frá því hún hófst í fyrra. Hún hafi gengið mjög vel á köflum en miður vel öðru hverju. „Ofninn sem slíkur hefur virkað vel í langan tíma og framleitt mjög góðan málm. Það er hins vegar jaðarbúnaðurinn sem hefur verið að hrekkja okkur.“
Og eftirspurnin er mikil, að sögn Kristleifs. „Við losnum við allar okkar afurðir og þótt miklu meira væri.“ Er ársframleiðsla verksmiðjunnar rúmlega 23 þúsund tonn.
Kísilmálmverksmiðja United Silicon annar ekki eftirspurn
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent