Skóli án aðgreiningar Jón Sigurgeirsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun