Íslenski boltinn

Gott kvöld fyrir Breiðholtsliðin | Þrír sigrar í röð hjá Leikni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Góður sigur hjá Leiknismönnum.
Góður sigur hjá Leiknismönnum. Vísir/Stefán
Leiknir úr Reykjavík vann í kvöld sinn þriðja leik í röð í Inkasso deild karla þegar Breiðhyltingar sóttu þrjú stig á Selfoss. Nágrannar þeirra í ÍR unnu á sama tíma mikilvægan sigur í fallbaráttunni.

Leiknismenn höfðu áður unnið 3-1 útisigur á Leikni F. og 1-0 heimasigur á Fylki. Nú hélt liði hreinu annan leikinn í röð og vann 2-0 útisigur á Selfossi.

Ragnar Leósson skoraði fyrra mark leiksins á selfossi í kvöld með marki úr vítaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins en það síðara skoraði Tómas Óli Garðarsson í uppbótartíma.

Selfyssingar voru mjög ósáttir út í dómara leiksins og bæði þjálfarinn Gunnar Borgþórsson  og markmannsþjálfarinn Elías Örn Einarsson fengu rautt spjald eftir tæplega klukkutíma leik.

ÍR vann 3-1 sigur á Gróttu og náðu með því sjö stiga forystu á Seltirninga. Gróttumenn eru því komnir í slæm mál í fallsæti deildarinnar.

Jón Gísli Ström skoraði tvívegis fyrir ÍR-liðið sem komst í 3-0 en með þessum sigri fóru ÍR-ingar langt með að tryggja sæti sitt í Inkasso deildinni á næsta tímabili.



Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá fótbolti.net



Úrslit og markaskorarar í Inkasso deild karla í kvöld:

Selfoss - Leiknir R. 0-2

0-1 Ragnar Leósson, víti (8.), 0-2 Tómas Óli Garðarsson  (90.+3)

ÍR - Grótta 3-1

1-0 Jón Gísli Ström, víti (45.), 2-0 Sergine Modou Fall (61.), 3-0 Jón Gísli Ström (70.), 3-1 Ásgrímur Gunnarsson (78.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×