Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:13 Kolbrún var stödd í súpermarkaði á Römblunni þegar fólk þusti inn skelfingu lostið. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira