„Leita þarf lausna án tafar en drepa ekki málinu á dreif með karpi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 22:57 Vísir/Stefán Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“ Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir „þungum áhyggjum“ vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð og skorar á hlutaðeigandi að leita allra leiða til að leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í kvöld ályktun þar sem sagt er að verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika sé rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Ljóst er að mati sveitarstjórnarinnar að það muni hafa í för með sér hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfellda byggðaröskun „Sauðfjárrækt er undirstaða byggðar í héraðinu og þar af leiðandi hriktir í byggðinni þegar fótum er kippt undan þeirri starfsemi,“ segir í ályktuninni.Sjá einnig: Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Sauðfjárbúskapur er stærsta atvinnugrein innan Húnavatnshrepps og segir í ályktuninni að boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda muni hafa „gífurleg áhrif“ á afkomu heimila í Húnavatnshreppi og sveitarfélagsins í heild. „Nú, annað árið í röð standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap, sem eru í flestum tilfellum yngstu bændurnir,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá „grafalvarlegu stöðu“ sem uppi er. „Leita þarf lausna án tafar, en drepa ekki málinu á dreif með karpi um orsakir vandans.“
Húnavatnshreppur Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Áætla 1.300 tonn af óseldu lambakjöti í haust Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, telur að minnka þurfi framleiðslu í takt við minni eftirspurn. 15. ágúst 2017 14:45