Láta reka á reiðanum Lilja Alfreðsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 09:00 Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fréttir berast af því að vogunarsjóðirnir sem keyptu tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka í vor muni ekki nýta sér forkaupsrétt sinn og eignast meirihluta í bankanum. Þetta eru stórtíðindi ef rétt reynist og jákvæð þróun en áfram ríkir þó óvissa um framhaldið. Fjármálaráðherra þjóðarinnar fagnaði innkomu vogunarsjóðanna á sínum tíma en ljóst er að það var enn eitt illa ígrundað frumhlaupið. Aðstæður á Íslandi eru einstakar, þar sem eignarhald Ríkissjóðs Íslands á fjármálafyrirtækjum er með því umfangsmesta meðal ríkja í Evrópu og mikið eigið fé er bundið í bönkunum eða um 500 milljarðar króna. Tímann sem nú fer í hönd verður að nýta vel til að móta framtíðarstefnu. Fjármálakerfi hverrar þjóðar skiptir miklu máli, þar sem það miðlar fjármagni á milli aðila og er mikið hreyfiafl vegna þessa. Fjármálakerfið þarf að vera hagkvæmt og þjóna landsmönnum öllum. Eignarhald verður að vera gagnsætt til að það skapist traust. Miklu máli skiptir að eigendur hafi góða bankareynslu og séu traustir fjárhagslegir bakhjarlar. Heildarstefnumótun verður að eiga sér stað og þingið þarf að koma að þessari vinnu. Meta á hversu stór eignarhlutur ríkissjóðs á að vera til skemmri og lengri tíma litið. Skoða þarf gaumgæfilega hvaða form eignarhalds hentar best hagsmunum hagkerfisins. Einnig þarf að kanna fýsileika erlends eignarhalds og líta sérstaklega til Norðurlandanna. Að auki verða stjórnvöld að hafa það hugfast að miklar tæknibreytingar eru að eiga sér stað í fjármálaþjónustu. Ef stjórnvöld halda áfram að vera í fríi frá þessari vinnu, þá getur slíkt kæruleysi rýrt verðgildi eignarhlutar ríkisins. Staða ríkisstjórnarinnar er veik í dag, þar sem engin heildarstefnumótun á sér stað. Alls staðar þar sem stjórnleysi ríkir myndast tómarúm sem verður á endanum fyllt og þá ekki endilega með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ástæðan fyrir öllu þessu stefnuleysi er einföld. Skortur á framtíðarsýn og kjarki til að taka ákvarðanir. Þær fréttir að vogunarsjóðir ætli ekki að nýta forkaupsréttinn ættu vonandi að vekja ráðamenn þjóðarinnar af þyrnirósarsvefni.Höfundur er þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun