Dýr ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun