Um fluglest Runólfur Ágústsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar