Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Hornstrandir og norðurhluti Strandasýslu nefnast nú ósnortin víðerni. Fólk hefur þó búið þar um aldir, allt til nyrstu annesja. Mannlíf og náttúra hafa átt stórkostlega glímu, stundum harmleik. Menn sóttu sjó í ýmsum veðrum. Konur horfðu á menn sína drukkna frá stórum fjölskyldum. Vélvæðing í upphafi tuttugustu aldar vakti vonir um auðveldari lífsbaráttu en varð upphafið að endalokum mannabyggðar. Veðjað var á hvali og síld fyrir atbeina Norðmanna, en veiðin reyndist hverful. Önnur fiskvinnsla strandaði á vegleysum, hafnleysu og rafmagnsleysi. Byggð í nyrstu hreppunum lagðist af um miðja öldina og smám saman hefur byggðin þynnst sunnan þeirra. Friðland nútímans var fyrrum vettvangur stórframkvæmda sem færðu Hornstrendingum tímabundin tækifæri til nútímalegra búskapar- og atvinnuhátta. Norðmenn reistu hvalveiðistöðvar í Hesteyrarfirði og Veiðileysufirði fyrir aldamótin 1900. Hvalir voru veiddir þar til veiðin hætti að borga sig. Stöðinni á Hesteyri var breytt í síldarbræðslu árið 1922 og var undirstaða atvinnulífs fram undir 1940. Rústir hennar blasa við í Hesteyrarfirði. Síðar var byggð radarstöð á Straumnesfjalli. Rústir hennar standa enn uppi. Síldarverksmiðja var einnig byggð í Djúpuvík á Ströndum og önnur í Ingólfsfirði. Rústir mannvirkjanna eru veglegir minnisvarðar um miklar fyrirætlanir. Ekki skyldi halda byggðarlögum í kreppu þar til mannlíf hefur horfið og hægt að hengja á þau merkimiðann „ósnortin víðerni“. Ósnortin víðerni er ekki að finna með ströndum sem voru byggðar frá ómunatíð. Víðátta sem er einungis uppblásnir melar er ekki ósnortin heldur röskuð af veðri, vindum og fjárbeit. Ýmsir binda vonir við stórframkvæmd á Ströndum, virkjun sem framleiðir varanleg verðmæti og verður lengi starfrækt, ólíkt síldarverksmiðjunum. Héraðið mun njóta afurðanna og þess sem er lífsspursmál: bættra samgangna og fjölgun íbúa svo að halda megi uppi ásættanlegu þjónustustigi í samgöngum, skólahaldi og heilbrigðisþjónustu. Íslensk menning er flétta mannlífs, náttúru og sögu. Ekki er rétt að taka einn þáttinn fram yfir hina á röngum forsendum. Viðfangsefni manna á norðvesturkjálkanum hafa orðið mönnum yrkisefni. Höfundar kvikmyndanna Blóðrautt sólarlag, Börn náttúrunnar og Ég man þig nýttu sér minjarnar um athafnir forfeðranna. Bergsveinn Birgisson lýsir stórbrotnum (of)veiðum á rostungum á þessum slóðum á landnámsöld í bók sinni Svarti víkingurinn. Rústir og mannanna verk virðast listamönnum engu síður hugleikin en bláberjalyngið sem kemur þar seint undan snjó. Íbúar brothættra byggða ættu að fá að njóta afurða náttúrunnar. Rafmagn frá vatnsaflsstöðvum er hrein og endurnýjanleg náttúruafurð og verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbílar koma á vegina í vaxandi mæli. Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkar en þörf fyrir rafmagn til að knýja farartæki eykst að sama skapi. Hnattræn hlýnun er mesta ógn mannkynsins. Hitabylgjur og stórflóð sem eiga sér stað um þessar mundir eru minniháttar viðvörunarmerki. Hvernig er að búa í æ strjálli byggð? Innviðir samfélagsins veikjast og stirðna, viðhald vega í lágmarki og þeir teppast þegar vetrar. Heilbrigðisþjónusta, skólahald, póstþjónusta, nettenging og jafnvel rafmagn eru vandkvæðum háð. Börnunum fækkar og heimanakstur lengist. Ef atvinnugrundvöll skortir hnignar byggð. Menn nefna fjárbúskap, sjósókn, reka, dúntekju og hlutverk stjórnvalda við að tryggja búsetu á Ströndum. Sauðfé þar á undir högg að sækja vegna villtra refa úr friðlandi Hornstranda. Sauðfé er líka of margt á Íslandi, land víða ofbeitt svo nálgast rányrkju og offramleiðsla á kjöti. Í stað vöru sem stendur undir framleiðslukostnaði og veitir tekjur er greitt með henni innanlands og margra ára baráttu við að afla markaða austan hafs og vestan. Aukinn strandveiðikvóti breytti einnig litlu um búsetu á Ströndum. Fiskveiðar eru heilsársstarf á stórum skipum. Trilluveiðar eru einungis sumarstarf eins og dúntekjan. Fólk kemur og nýtir hlunnindi þegar vora tekur, æðardún og reka. Fullvinnsla á dúni og reka krefjast raforku. Menn segja hlutverk stjórnvalda að sjá Árneshreppi fyrir almennilegu rafmagni, nettengingu og samgöngum. Stjórnvöld hafa haft til þess langan tíma en víða skortir skerfi úr sameiginlegum sjóðum. Styrkir til vegamála fara helst þangað sem umferð er. Nyrstu byggðarlögin munu dæmast til auðnar ef ekki kemur til meiri háttar átaksverkefna. Fallvötn eru hrein, endurnýjanleg og sjálfbær orkulind sem ætti að nytja, bæði innanlands en einnig til útflutnings. Það er ekki græðgi heldur góðir búskaparhættir. Brýnasta skylda stjórnvalda er að sjá til þess að orkan verði ekki seld á undirverði eins og sauðfjárafurðirnar.Höfundur er prófessor emiritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hornstrandir og norðurhluti Strandasýslu nefnast nú ósnortin víðerni. Fólk hefur þó búið þar um aldir, allt til nyrstu annesja. Mannlíf og náttúra hafa átt stórkostlega glímu, stundum harmleik. Menn sóttu sjó í ýmsum veðrum. Konur horfðu á menn sína drukkna frá stórum fjölskyldum. Vélvæðing í upphafi tuttugustu aldar vakti vonir um auðveldari lífsbaráttu en varð upphafið að endalokum mannabyggðar. Veðjað var á hvali og síld fyrir atbeina Norðmanna, en veiðin reyndist hverful. Önnur fiskvinnsla strandaði á vegleysum, hafnleysu og rafmagnsleysi. Byggð í nyrstu hreppunum lagðist af um miðja öldina og smám saman hefur byggðin þynnst sunnan þeirra. Friðland nútímans var fyrrum vettvangur stórframkvæmda sem færðu Hornstrendingum tímabundin tækifæri til nútímalegra búskapar- og atvinnuhátta. Norðmenn reistu hvalveiðistöðvar í Hesteyrarfirði og Veiðileysufirði fyrir aldamótin 1900. Hvalir voru veiddir þar til veiðin hætti að borga sig. Stöðinni á Hesteyri var breytt í síldarbræðslu árið 1922 og var undirstaða atvinnulífs fram undir 1940. Rústir hennar blasa við í Hesteyrarfirði. Síðar var byggð radarstöð á Straumnesfjalli. Rústir hennar standa enn uppi. Síldarverksmiðja var einnig byggð í Djúpuvík á Ströndum og önnur í Ingólfsfirði. Rústir mannvirkjanna eru veglegir minnisvarðar um miklar fyrirætlanir. Ekki skyldi halda byggðarlögum í kreppu þar til mannlíf hefur horfið og hægt að hengja á þau merkimiðann „ósnortin víðerni“. Ósnortin víðerni er ekki að finna með ströndum sem voru byggðar frá ómunatíð. Víðátta sem er einungis uppblásnir melar er ekki ósnortin heldur röskuð af veðri, vindum og fjárbeit. Ýmsir binda vonir við stórframkvæmd á Ströndum, virkjun sem framleiðir varanleg verðmæti og verður lengi starfrækt, ólíkt síldarverksmiðjunum. Héraðið mun njóta afurðanna og þess sem er lífsspursmál: bættra samgangna og fjölgun íbúa svo að halda megi uppi ásættanlegu þjónustustigi í samgöngum, skólahaldi og heilbrigðisþjónustu. Íslensk menning er flétta mannlífs, náttúru og sögu. Ekki er rétt að taka einn þáttinn fram yfir hina á röngum forsendum. Viðfangsefni manna á norðvesturkjálkanum hafa orðið mönnum yrkisefni. Höfundar kvikmyndanna Blóðrautt sólarlag, Börn náttúrunnar og Ég man þig nýttu sér minjarnar um athafnir forfeðranna. Bergsveinn Birgisson lýsir stórbrotnum (of)veiðum á rostungum á þessum slóðum á landnámsöld í bók sinni Svarti víkingurinn. Rústir og mannanna verk virðast listamönnum engu síður hugleikin en bláberjalyngið sem kemur þar seint undan snjó. Íbúar brothættra byggða ættu að fá að njóta afurða náttúrunnar. Rafmagn frá vatnsaflsstöðvum er hrein og endurnýjanleg náttúruafurð og verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbílar koma á vegina í vaxandi mæli. Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkar en þörf fyrir rafmagn til að knýja farartæki eykst að sama skapi. Hnattræn hlýnun er mesta ógn mannkynsins. Hitabylgjur og stórflóð sem eiga sér stað um þessar mundir eru minniháttar viðvörunarmerki. Hvernig er að búa í æ strjálli byggð? Innviðir samfélagsins veikjast og stirðna, viðhald vega í lágmarki og þeir teppast þegar vetrar. Heilbrigðisþjónusta, skólahald, póstþjónusta, nettenging og jafnvel rafmagn eru vandkvæðum háð. Börnunum fækkar og heimanakstur lengist. Ef atvinnugrundvöll skortir hnignar byggð. Menn nefna fjárbúskap, sjósókn, reka, dúntekju og hlutverk stjórnvalda við að tryggja búsetu á Ströndum. Sauðfé þar á undir högg að sækja vegna villtra refa úr friðlandi Hornstranda. Sauðfé er líka of margt á Íslandi, land víða ofbeitt svo nálgast rányrkju og offramleiðsla á kjöti. Í stað vöru sem stendur undir framleiðslukostnaði og veitir tekjur er greitt með henni innanlands og margra ára baráttu við að afla markaða austan hafs og vestan. Aukinn strandveiðikvóti breytti einnig litlu um búsetu á Ströndum. Fiskveiðar eru heilsársstarf á stórum skipum. Trilluveiðar eru einungis sumarstarf eins og dúntekjan. Fólk kemur og nýtir hlunnindi þegar vora tekur, æðardún og reka. Fullvinnsla á dúni og reka krefjast raforku. Menn segja hlutverk stjórnvalda að sjá Árneshreppi fyrir almennilegu rafmagni, nettengingu og samgöngum. Stjórnvöld hafa haft til þess langan tíma en víða skortir skerfi úr sameiginlegum sjóðum. Styrkir til vegamála fara helst þangað sem umferð er. Nyrstu byggðarlögin munu dæmast til auðnar ef ekki kemur til meiri háttar átaksverkefna. Fallvötn eru hrein, endurnýjanleg og sjálfbær orkulind sem ætti að nytja, bæði innanlands en einnig til útflutnings. Það er ekki græðgi heldur góðir búskaparhættir. Brýnasta skylda stjórnvalda er að sjá til þess að orkan verði ekki seld á undirverði eins og sauðfjárafurðirnar.Höfundur er prófessor emiritus.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun