Glataður endir á glæstum ferli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2017 08:00 Usian Bolt stífnar upp. vísir/getty Síðasta hlaup Usains Bolt, fótfráasta manns sögunnar, fór ekki eftir handritinu. Á laugardagskvöldið keppti Bolt ásamt félögum sínum í jamaísku sveitinni í 4x100 metra boðhlaupi á HM í frjálsum íþróttum í London. Bolt átti þarna möguleika á að ljúka ferlinum með því að vinna sín tólftu gullverðlaun á HM. Það tókst hins vegar ekki. Bolt átti að hlaupa síðustu 100 metrana fyrir Jamaíku. En skömmu eftir að hann tók við keflinu fékk hann krampa aftan í læri og gat ekki klárað hlaupið. Breska sveitin kom fyrst í mark, sú bandaríska varð önnur og sú japanska þriðja. „Það er sárt að sjá sanna goðsögn og sannan sigurvegara hætta svona,“ sagði Yohan Blake, samherji Bolts, um þennan magnaða spretthlaupara sem vann 11 gullverðlaun á HM og átta á Ólympíuleikum. Þá á hann heimsmetin í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Önnur goðsögn í frjálsíþróttaheiminum, Mo Farah, yfirgaf einnig sviðið um helgina. Hann fékk þá silfur í 10.000 metra hlaupi og tókst því ekki að vinna tvöfalt, í 5.000 og 10.000 metra hlaupi, á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. „Þetta hefur verið langt ferðalag en algjörlega einstakt,“ sagði Farah sem ætlar nú að einbeita sér að maraþonhlaupi.Mo Farah ætlar núna að einbeita sér að maraþonhlaupi.vísir/getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Síðasta hlaup Usains Bolt, fótfráasta manns sögunnar, fór ekki eftir handritinu. Á laugardagskvöldið keppti Bolt ásamt félögum sínum í jamaísku sveitinni í 4x100 metra boðhlaupi á HM í frjálsum íþróttum í London. Bolt átti þarna möguleika á að ljúka ferlinum með því að vinna sín tólftu gullverðlaun á HM. Það tókst hins vegar ekki. Bolt átti að hlaupa síðustu 100 metrana fyrir Jamaíku. En skömmu eftir að hann tók við keflinu fékk hann krampa aftan í læri og gat ekki klárað hlaupið. Breska sveitin kom fyrst í mark, sú bandaríska varð önnur og sú japanska þriðja. „Það er sárt að sjá sanna goðsögn og sannan sigurvegara hætta svona,“ sagði Yohan Blake, samherji Bolts, um þennan magnaða spretthlaupara sem vann 11 gullverðlaun á HM og átta á Ólympíuleikum. Þá á hann heimsmetin í bæði 100 og 200 metra hlaupi. Önnur goðsögn í frjálsíþróttaheiminum, Mo Farah, yfirgaf einnig sviðið um helgina. Hann fékk þá silfur í 10.000 metra hlaupi og tókst því ekki að vinna tvöfalt, í 5.000 og 10.000 metra hlaupi, á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. „Þetta hefur verið langt ferðalag en algjörlega einstakt,“ sagði Farah sem ætlar nú að einbeita sér að maraþonhlaupi.Mo Farah ætlar núna að einbeita sér að maraþonhlaupi.vísir/getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira