Ólafur Þór: Betra liðið vann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:27 Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag. Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30