Kínverjar hvetja til stillingar á meðan Trump heldur hótunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2017 07:59 Trump slær úr og í um möguleikann á hernaðaraðgerðum gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Norður-Kóreumenn mega eiga von á „miklum vandræðum“ ráðist þeir að Gvam. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á sama tíma og Xi Jinping forseti kallar eftir að „viðeigandi aðilar“ sýni stillingu og forðist að auka spennuna. Hótanir hafa gengið á víxl á milli norður-kóreskra stjórnvalda og Trump síðustu daga eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu hertar refsiaðgerðir vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna útlagaríkisins. Trump virtist meðal annars hóta Norður-Kóreumönnum kjarnorkuárás þegar hann talaði um að hann myndi láta rigna yfir þá eldi og brennisteini sem heimsbyggðin hefði aldrei orðið vitni að áður. Norður-Kóreumenn hafa á móti hótað að skjóta eldflaugum að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi. Bandaríkjaforseti endurtók hótanir sínar við blaðamenn á golfvelli sínum í New Jersey þar sem Trump er í fríi í gær. Taldi forsetinn að Gvam, yfirráðasvæði Bandaríkjanna í Kyrrahafi, yrði „mjög öruggt, trúið mér“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá sagði Trump að bandarísk stjórnvöld gætu lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu, „eins harðar og þær verða“.Til stóð að Xi Jinping, forseti Kína, ræddi við Trump í síma í gærkvöldi.Vísir/AFPRangt að fara fram með gífuryrðumXi Jinping, forseti Kína, hefur hvatt til stillingar og segir að það sé í hag bæði Kínverja og Bandaríkjamanna að Kóreuskaginn verði afkjarnavopnavæddur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svipaðan streng í gær og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir enga hernaðarlausn vera á ástandinu í Norður-Kóreu. Það væri röng leið að fara fram með gífuryrðum.Sagði engan „elska“ friðsamlega lausn eins og hannTrump virtist þó ekki útiloka möguleikann á viðræðum við Norður-Kóreumenn. „Enginn elskar friðsamlega lausn meira en Trump forseti, ég get sagt ykkur það,“ sagði Trump um sjálfan sig í þriðju persónu en varaði jafnframt við að lausnin gæti orðið „slæm“.Washington Post segir að þegar blaðamaður spurði forsetann hvort hann væri að íhuga stríð við Norður-Kóreu svaraði Trump: „Ég held að þú viti svarið við því“.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50 Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Trump áfram hofmóðugur gagnvart Norður-Kóreu Hótanir sem ganga á milli Norður-Kóreu og Donalds Trump Bandaríkjaforseta stigmagnast. Nú tístir forsetinn að hernaðarlausnir séu tilbúnar ef Norður-Kóreumenn hegða sér ekki skynsamlega. 11. ágúst 2017 13:25
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“ „Það væri best fyrir Norður-Kóreu að hóta Bandaríkjunum ekki frekar.“ 8. ágúst 2017 19:50
Rússar segja hótanir vegna Norður-Kóreu fara yfir strikið Stjórnvöld í Kreml hafa áhyggjur af stríðsæsingatali Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu. Vonast þau til að skynsemin ráði för. 11. ágúst 2017 14:59