Vill slaka á skattbyrði sjúklinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.Fjallað var um mál Njáls Þórðarsonar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum en hann glímir við ristilkrabbamein og sótti um skattaívilnun vegna lyfja- og læknakostnaðar er hljóðar upp á 624 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri synjaði beiðninni þar sem upphæðin þótti ekki skerða gjaldþol fjölskyldunnar verulega. Í lögum um tekjuskatt er heimild til þess að lækka skattstofn þegar veikindi hafa skert gjaldþol manns verulega. Skilyrðið um skert gjaldþol er þó ekki útfært nánar og liggur mat á þessu hjá skattyfirvöldum. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að skoða þurfi framkvæmdina. „Hvort að það kunni að vera að skattayfirvöld séu að túlka þessa heimildir í skattalögum of þröngt þannig að markmið laganna, sem er að veita sjúkum og þeim sem verða fyrir áföllum í lífinu, svigrúm frá skattkröfum ríkisins tímabundið," segir Teitur.Óljós grundvöllur ákvarðana Hann telur einnig ástæðu til að skoða lögin í heild sinni og hvort þau séu að ná markmiðum sínum. Mögulega sé verið að eftirláta skattyfirvöldum of víðtækt svigrúm til mats. „Það er erfitt að sjá á hvaða grundvelli skattyfirvöld eru að byggja einstakar ákvarðanir þegar umsóknir frá einstaklingum eru að berast," segir Teitur. Hann telur að úrræðinu mætti hugsanlega beita oftar til að vega á móti kostnaði sjúklinga. „Þegar fólk verður fyrir slíkum áföllum þá breytast aðstæður mjög til hins verra fjárhagslega og þá eru góð rök fyrir því að tímabundið sé slakað á kröfum um greiðslu skatts," segir Teitur. Hann hyggst kalla eftir upplýsingum og beita sér fyrir því að málið verði skoðað. „Í framhaldinu mögulega mun þá þingið geta komið sér saman um skynsamlegar breytingar vona ég," segir Teitur. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra baðst undan viðtali um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira