Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda. Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda.
Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira