Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 20:00 Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði. Á þessu ári hefur lögregla tekið 21 beiðni um nálgunarbann til afgeiðslu. Þar af hefur átta beiðnum verið hafnað eða tæplega 40%. Hlutfallið var svipað í fyrra. Um skilyrði nálgunarbanns er fjallað í lögum og er þar vikið að meðalhófinu sem segir að úrræðinu verði aðeins beitt þegar friðhelgi brotaþola verður ekki vernduð með vægari hætti. Við mat á þessu er litið til hættunar á því að brotið verði aftur gegn þeim sem sækir um nálgunarbann.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að konum sé neitað um nálgunarbann ef ofbeldismaðurinn hefur látið af háttseminni um tíma. Þrátt fyrir að maðurinn sé ennþá ógn í þeirra lífi. „Við höfum verið með konur hjá okkur sem hafa sótt um nálgunarbann en ekki fengið, einmitt á þessum forsendum, að það sé ekki líklegt að maðurinn muni beita konuna áfram ofbeldi. En þá er ekki tekið tillit til þess hvað ofbeldismaðurinn er mikil ógn í lífi konunnar. Hvað það er mikil hrelling fólgin í símtali eða að eiga von á honum í garðinum öllum stundum," segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að úrræðinu mætti beita oftar og segir hagsmuni brotamannsins vega of þungt í matinu. „Ef þú ert búinn beita einhvern af þínum nánustu ofbeldi, oft grimmilegu og ítrekuðu ofbeldi, manneskju sem vill ekkert með þig hafa og er að reyna koma undir sig fótunum aftur. Þá finnst mér ekkert sérstaklega mikið mannréttindabrot að þú hafir ekki leyfi til að hafa samband við hana," segir Sigþrúður. Sex mánuðir of langur tími frá brotiHulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir tímann skipta miklu máli við mat á því hvort hætta sé talin á að brotið verði aftur á einhverjum. Lögin eru þó ekki skýr um skilyrðin. „Lögskýringargögn eru ekki skýr um þetta atriði nákvæmlega. En við höfum þá haft til hliðsjónar úrlausnir dómstóla. Og við sjáum þar að ef sex mánuðir eru liðnir, þá er litið til þess að þarna sé of langur tími liðinn og að ekki sé hætta á því að viðkomandi brjóti aftur gegn brotaþola," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. Hún segir að skýrari lög myndu auðvelda verkefni lögreglunnar. „Eftir því sem lögin eru skýrari auðveldar það nú verkefni okkar en það er okkar hlutverk að láta þá bara reyna á málin," segir Hulda.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira