Fótbolti

Kung-fu taktar hjá Höskuldi í fyrsta leiknum með Halmstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. Mynd/Fésbókarsíða Halmstad
Höskuldur Gunnlaugsson byrjaði frábærlega með sænska úrvalsdeildarliðinu Halmstad og skoraði eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum sem var á móti Jönköping.

Breiðabliks seldi Höskuld til Halmstad skömmu eftir að hann hafði lagt upp fjögur mörk fyrir félaga sína í 4-2 sigri á KA í Pepsi-deildinni.

Hann mætti fullur sjálfstrausts til Svíþjóðar og eftir aðeins átta mínútur var hann búinn að skora fyrir liðið. Halmstad vann leikinn á endanum 6-1 og Höskuldur var einn besti leikmaður liðsins í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við kappann sem var sett inn á fésbókarsíðu Halmstad liðsins.





„Þetta var draumabyrjun fyrir mig og svo hafði liðið hafði ekki unnið leik síðan i apríl, Það var því mjög gott fyrir bæði mig og liðið að ná í svona sigur. Það er alltaf gaman að byrja á því að vinna fyrsta leikinn þinn hjá nýju liði og þá sérstaklega að vinna svona sannfærandi sigur. Þetta gefur bæði mér og liðinu sjálfstraust sem er virkilega gott," sagði Höskuldur sem talaði á ensku í viðtalinu.

Höskuldur skoraði kom Halmstad í 2-0 í leiknum með laglegu marki.

„Markið mitt kom fljótt í leiknum og það var gott að opna markareikninginn svo snemma. Varðandi markið þá sá ég að stóri maðurinn okkar var að fara upp í skallaeinvígi. Ég var viss um að hann myndi vinna það og tók því hlaupið á bak við vörnina. Ég náð nokkra sekúndna forskot á varnarmanninn minn. Ég ætlaði að taka skotið í fyrsta en ég náði ekki boltanum og hann skoppaði. Ég tók boltann þá á brjóstkassann og Kung-Fu-aði boltann inn. Ég hafði heppnina með mér og þetta gekk upp," sagði Höskuldur um markið sitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×