Fótbolti

Besti leikmaður Noregs hætt með landsliðinu aðeins 22 ára

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM.
Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty
Ada Hegerberg hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í norska landsliðið fyrir undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019. Hegerberg var útnefnd besta knattspyrnukona heims tímabilið 2015-16, en hún náði sér ekki á strik með norska liðinu á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Norski miðillinn VG greinir frá.

„Ákvörðunin um að taka mér frí frá landsliðinu var erfið en er rétt að mínu mati. Ég tek ekki þessa ákvörðun bara vegna Evr­ópu­móts­ins held­ur er hún byggð á reynslu minni með landsliðunum í nokkuð lang­an tíma. Ég ætla að eyða allri orku minni með Lyon þar sem ég get þróað mig sem leik­mann,“ segir í yfirlýsingu Hegerberg.

Martin Sjögren, landsliðsþjálfari Noregs, segir ákvörðun Hegerberg hafi komið sér í opna skjöldu og að hann sé mjög vonsvikinn með þessa ákvörðun.

Hegerberg er aðeins 22 ára gömul en á að baki 57 landsleiki fyrir Noreg og 36 mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×