Fótbolti

Frítt á leik Íslands og Færeyja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjöldi íslenskra stuðningsmanna var í Hollandi í sumar.
Fjöldi íslenskra stuðningsmanna var í Hollandi í sumar. vísir/vilhelm
Frítt verður á leik kvennalandsliða Íslands og Færeyja í fótbolta sem fram fer á Laugardalsvelli þann 18. september næst komandi. Þetta tilkynnti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

KSÍ ákvað að hafa frían aðgangseyri í þakklætisskyni fyrir góðan stuðning á Evrópumótinu í Hollandi sem fram fór í sumar.

„Þetta er okkar leið til að segja takk,“ sagði Klara.

Færeyingar eru að taka þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn og vill KSÍ veita þeim góðar móttökur, og er í skoðun að hafa sérstaka viðburði í kringum þennan leik, eins og til dæmis málstofur eða því um líkt.

Leikurinn, sem er sá fyrsti í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019, verður fyrsti leikur Íslands síðan í tapinu gegn Austurríkis í lokaleik liðsins á Evrópumótinu.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Freys

Freyr Alexandersson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×