Óþvegið salat olli niðurgangi kennara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 16:05 Nemendur í Hvassaleiti mæta til leiks á fimmtudaginn en ekki á morgun vegna veikinda starfsfólks. Vísir/GVA Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Þar segir að salat úr sömu framleiðslulotu hafði líka verið borið fram um svipað leyti í Hörðuvallaskóla. Rannsóknir á óþvegnu salati frá sama framleiðanda og það sem boðið var uppá í báðum skólunum hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og um ræðir.Fresta þurfti skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla í síðustu viku vegna þess að meirihluti starfsfólks skólans veiktist af magapest, en alls veiktust 26 af 36 manna starfsfólki skólans. Einkenni magapestarinnar voru magaóþægindi og niðurgangur sem varir í nokkra daga. Í tilkynningunni segir að veikum starfsmönnum sé ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Ef einkenni vara lengur en viku eða alvarleg veikindi koma upp getur verið ástæða til að jafnvel annars hraustir einstaklingar fái meðferð. Vill Sóttvarnarlæknir einnig vekja athygli á eftirfarandi leiðbeiningum, þar sem farið er yfir nokkur heilræði um meðferð grænmetis sem nota á í ferskt salat, sem og hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Magakveisa herjar á starfsfólk grunnskóla Starfsfólk tveggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu glíma við magakveisu. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. 24. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gefa til kynna að neysla óþvegins salats sé orsök matarsýkingar sem varð þess valdandi að fjöldi kennara við Hvassaleitishluta Háaleitisskóla fékk magapest.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Þar segir að salat úr sömu framleiðslulotu hafði líka verið borið fram um svipað leyti í Hörðuvallaskóla. Rannsóknir á óþvegnu salati frá sama framleiðanda og það sem boðið var uppá í báðum skólunum hafa leitt í ljós hugsanlegan sýkingarvald, bakteríuna Aeromonas hydrophila sem þekkt er að getur valdið veikindum eins og um ræðir.Fresta þurfti skólasetningu í Hvassaleitishluta Háaleitisskóla í síðustu viku vegna þess að meirihluti starfsfólks skólans veiktist af magapest, en alls veiktust 26 af 36 manna starfsfólki skólans. Einkenni magapestarinnar voru magaóþægindi og niðurgangur sem varir í nokkra daga. Í tilkynningunni segir að veikum starfsmönnum sé ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Ef einkenni vara lengur en viku eða alvarleg veikindi koma upp getur verið ástæða til að jafnvel annars hraustir einstaklingar fái meðferð. Vill Sóttvarnarlæknir einnig vekja athygli á eftirfarandi leiðbeiningum, þar sem farið er yfir nokkur heilræði um meðferð grænmetis sem nota á í ferskt salat, sem og hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Magakveisa herjar á starfsfólk grunnskóla Starfsfólk tveggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu glíma við magakveisu. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. 24. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12
Magakveisa herjar á starfsfólk grunnskóla Starfsfólk tveggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu glíma við magakveisu. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. 24. ágúst 2017 15:46