Hótuðu að setja kynlífsmyndbönd á YouTube Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2017 15:01 Um algenga svikamyllu virðist vera að ræða en lögregla hefur varað við svikum sem þessum undanfarin misseri. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015. Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði liðsinnis Europol og bandarísku alríkislögreglunnar FBI á síðasta ári vegna nokkurra fjárkúgunarmála sem tilkynnt voru til lögreglu í fyrravor. Fjallað er um málin í ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í dag. Málin voru öll með sama sniði en kynni tókust með íslenskum karlmanni og erlendri konu í gegnum Fésbókina. Eftir örstutt kynni færðust samskiptin yfir á Skype, þ.e. bæði hljóð og mynd. Þar viðhafði karlinn kynlífstengdar athafnir, en í kjölfar þess var honum tilkynnt að athæfið hefði verið tekið upp á myndband. Það yrði sent til opinberrar birtingar, bæði vinum viðkomandi á Fésbókinni sem og YouTube, ef ekki kæmi til peningagreiðslu innan tiltekins tíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ráðlagði þeim sem í þessu lentu að láta ekki undan hótunum enda viðbúið að þær héldu áfram engu að síður. Ekki bárust neinar fréttir um birtingar myndbandanna en vafasömu konurnar virtust eiga ættir sínar að rekja til Fílabeinsstrandarinnar. Fjárkúgunarmálin voru jafnframt áminning um mikilvægi þess að fólk gæti að því hvað það segir og gerir í samskiptum á Netinu segir í ársskýrslu lögrelgunnar. Þessi tegund fjárkúgunar virðist koma endurtekið upp hér á landi en lögreglan varaði við fjársvikum af þessum toga haustið 2015.
Lögreglumál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira