Segir skammarlega tekið á málinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 19:30 Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, flutti erindi á aðalfundi Pírata í dag þar sem hún setti reglur um uppreist æru í samhengi við vöntun á nýrri stjórnarskrá. Hún telur að tryggja þurfi rétt almennings til upplýsinga. „Þetta er einhvers konar klukk leikur hjá stjórnkerfinu. Þú ert hann eða þú ert hann og enginn tekur ábygð á málinu. Mér finnst það virkilega slæmt og ég setti það í samhengi við stjórnarskrána okkar þar sem réttur almennings til upplýsinga um ákvarðanatöku sem hann varðar er tryggður," segir Þórhildur Sunna. Þórhildur óskaði eftir opnum fundi með dómsmálaráðherra í allsherjar- og menntamálanefnd um málið og er hann á dagskrá á miðvikudag. Óljóst er þó hvort mál Róberts Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, verði til umfjöllunar. „Það hefur komið fram frá formanni nefndarinnar að hún telji að ráðherra geti ekki rætt þetta einstaka mál vegna þess að þetta sé opinn fundur," segir Þórhildur. „Ég hef óskað formlegs rökstuðnings og hans er að vænta. En ég á erfitt með að sjá hvaða rök eru fyrir hendi að þora ekki að ræða þetta mál fyrir opnum dyrum. Ræða það við almenning," segir hún. Þórhildur telur aðkallandi að taka umræðuna til þess að hægt verði að læra af málsmeðferðinni. „Mér finnst mjög mikilvægt að við fáum að ræða það og mér finnst eiginlega skammarlegt hversu dónalegur meirihlutinn hefur verið gagnvart brotaþolum og aðstandendum í þessu máli. Með því að labba út af nefndarfundum og neita því að líta á gögn tengd þessu máli. Með því að lýsa því yfir að það séu nú til verri brot en þetta. Að smætta þetta hræðilega ofbeldi niður í þetta; að það séu nú til verri menn sem geri verri hluti," segir Þórhildur. Dómsmálaráðherra hefur boðað endurskoðun reglna um uppreist æru og að hugtakið verði mögulega fjarlægt úr lögum. Þórhildur telur nauðsynlegt að ráðherra skýri fyrirhugaðar breytingar betur. „Mér finnst mikilvægt ef við ætlum að gera það, að það verði gert í opnu og gagnsæu ferli. Þannig að almenningur geti skilið hvernig að þessu er staðið," segir Þórhildur Sunna.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira