Allir laxastofnar landsins undir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 20:00 Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Augljóst er að ekki hefur verið tilkynnt um allar slysasleppingar í laxeldi á Íslandi samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann segir alla laxastofna á Íslandi vera undir þrátt fyrir að laxeldi verði aðeins stundað á Vestfjörðum. Hafrannsóknastofnun birti í gær rannsókn á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt aldursgreiningu á blendingum hefur eldislax gengið í ár á árunum 2012 til 2015. Eina tilkynnta slysasleppingin úr sjókvíum á Vestfjörðum er hins vegar í Patreksfirði árið 2013. Skýrsluhöfundur segir þetta benda eindregið til þess að ekki hafi verið tilkynnt um allar sleppingar. „Við greinum blendinga 2015 og 2012, sem þýðir að lax gekk í árnar á þeim árum, þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt um sleppingar á þeim árum," segir Leó Alexander Guðmundsson, skýrsluhöfundur og líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. „Ég veit ekki hvers vegna ekki var tilkynnt. Hvort þeir vissu ekki um sleppingarnar eða hvað. Ég ætla ekki að lesa neitt í það," segir Leó. Telur hann þó líklegt að rekstraraðilar laxeldis ættu að taka eftir mögulegum slysasleppingum. „Ég myndi ætla að það finndust göt á kvíum í eftirliti," segir hann. Hafrannsóknarstofnun vinnur nú að aðferð sem hægt yrði að beita til að rekja uppruna eldislaxa. Líklega yrði þó ekki hægt að greina blendinga með sama hætti. „Við erum núna að prófa aðferð þar sem eldislaxar eru merktir með stöðum samsettum í kvörnum. Þá geta framleiðendur fengið eins konar strikamerki. Þá má efnagreina kvarnir og sjá hvaðan eldislaxinn kemur," segir Leó. Í skýrslunni kemur fram að fullorðnir strokulaxar geti ferðast langt á stuttum tíma. Í Noregi er dæmi um að eldislax hafi veiðst í 150 kílómetra fjarlægð frá sleppistað einum mánuði eftir að hafa strokið. Þá sé einnig alvarlegt að blendingar virðast hafa lélega rötun. „Blendingarnir geta síðan gengið í ár í allt að þúsund kílómetra fjarlægð," segir Leó. Hann telur vandamálið því ekki staðbundið við laxeldissvæði. „Þótt laxeldi sé bara heimilað á ákveðnum svæðum eru allir laxastofnar að mínu mati undir," segir Leó. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Augljóst er að ekki hefur verið tilkynnt um allar slysasleppingar í laxeldi á Íslandi samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann segir alla laxastofna á Íslandi vera undir þrátt fyrir að laxeldi verði aðeins stundað á Vestfjörðum. Hafrannsóknastofnun birti í gær rannsókn á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt aldursgreiningu á blendingum hefur eldislax gengið í ár á árunum 2012 til 2015. Eina tilkynnta slysasleppingin úr sjókvíum á Vestfjörðum er hins vegar í Patreksfirði árið 2013. Skýrsluhöfundur segir þetta benda eindregið til þess að ekki hafi verið tilkynnt um allar sleppingar. „Við greinum blendinga 2015 og 2012, sem þýðir að lax gekk í árnar á þeim árum, þrátt fyrir að ekki hafi verið tilkynnt um sleppingar á þeim árum," segir Leó Alexander Guðmundsson, skýrsluhöfundur og líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. „Ég veit ekki hvers vegna ekki var tilkynnt. Hvort þeir vissu ekki um sleppingarnar eða hvað. Ég ætla ekki að lesa neitt í það," segir Leó. Telur hann þó líklegt að rekstraraðilar laxeldis ættu að taka eftir mögulegum slysasleppingum. „Ég myndi ætla að það finndust göt á kvíum í eftirliti," segir hann. Hafrannsóknarstofnun vinnur nú að aðferð sem hægt yrði að beita til að rekja uppruna eldislaxa. Líklega yrði þó ekki hægt að greina blendinga með sama hætti. „Við erum núna að prófa aðferð þar sem eldislaxar eru merktir með stöðum samsettum í kvörnum. Þá geta framleiðendur fengið eins konar strikamerki. Þá má efnagreina kvarnir og sjá hvaðan eldislaxinn kemur," segir Leó. Í skýrslunni kemur fram að fullorðnir strokulaxar geti ferðast langt á stuttum tíma. Í Noregi er dæmi um að eldislax hafi veiðst í 150 kílómetra fjarlægð frá sleppistað einum mánuði eftir að hafa strokið. Þá sé einnig alvarlegt að blendingar virðast hafa lélega rötun. „Blendingarnir geta síðan gengið í ár í allt að þúsund kílómetra fjarlægð," segir Leó. Hann telur vandamálið því ekki staðbundið við laxeldissvæði. „Þótt laxeldi sé bara heimilað á ákveðnum svæðum eru allir laxastofnar að mínu mati undir," segir Leó.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira