Klúr kláraheiti kölluðu á hestanafnanefndina Benedikt Bóas skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Mósan ásamt Guðrúnu Þóru Björgvinsdóttur. MYND/KOLBRÚN HRAFNSDÓTTIR Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri hjá MAST og WorldFeng skráningarkerfinu, segir að hestanafnanefndin hafi verið sett á laggirnar af illri nauðsyn. Nánast allir hestaeigendur nefni hrossin sín góðum og gildum íslenskum nöfnum en ekki allir. „Nöfnin eiga ekki að vera klúr eða skammstafanir og með ruddalegri meiningu. Það var farið að gefa hrossum slík nöfn og þá þarf að grípa inn í,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá hestanafnanefndinni í gær en í henni eiga tveir sæti. Annar er skipaður af ábyrgðarmanni hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og formanni skýrsluhaldsnefndar FEIF, alþjóðasamtaka íslenska hestsins. Nefndin hefur hafnað nafninu Mósunni á þeirri forsendu að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafnahefð og vegna þess að sérnöfn eru í sjálfu sér nokkurs konar jafngildi orða með greini. Hesteigendur geta skráð nafn á hross sín í WorldFeng. Nafni á hrossi er hægt að breyta þangað til hrossið hefur verið sýnt í kynbótadómi eða tekið þátt í keppni sem er skráð í WorldFeng. Þá er ekki hægt að breyta nafni eftir að hrossið hefur eignast skráð afkvæmi. Hesteigendur geta haft nafnabanka WorldFengs til viðmiðunar við nafngjöf, en vilji þeir nefna hrossið öðru nafni er hægt að sækja um leyfi fyrir því. Sé nafnið samþykkt er því bætt í nafnabankann. Jón segir að ákveðið hafi verið að herða á nafnareglunum á síðasta aðalfundi FEIF sem fram fór í Helsinki í ár. „Eitt af einkennum íslenska hestsins er íslenska nafnið. Það eru 99,9 prósent sammála því að halda í íslenska nafnahefð. Auðvitað hefur það verið þannig í gegnum tíðina að hrossunum hafa verið gefin ýmis nöfn og þá endar það þannig að það þarf að setja reglur því það var verið að gefa nöfn út í loftið. Þess vegna var sett inn kerfi hjá WorldFeng með nafnabanka og þar er búið að lesa inn nafnið á íslensku þannig að framburðurinn heyrist. Við erum með þessu að halda íslenskunni á lofti,“ segir hann. Jón bendir á að útlendingar vilji hafa íslenskt nafn á íslenska hrossinu sínu og þetta hafi verið gert að stórum hluta að beiðni erlendis frá. „Þeir vilja ekki kaupa íslenskt hross með útlensku nafni. Nema Hollendingar, þeir hafa verið svolítið á móti þessu. Örfáir Íslendingar líka.“ Hann bendir einnig á að nafnanefndin tengist ekki stjórnvöldum á nokkurn hátt.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Nefnd um hestanöfn neitar nafni Mósunnar Bóndi á Skeggsstöðum fær ekki að nefna þriggja vetra merina sína Mósuna en frá febrúar hefur hestanafnanefnd úrslitavald um hvað hross megi heita. Atvinnuvegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni nefndin starfar. 24. ágúst 2017 06:00