Segir stöðu Framsóknarflokksins ekki góða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:23 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20