Sjö ára drengur sem handleggsbrotnaði á Akureyri fær ekki endurkomutíma í Reykjavík Helga María Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 20:15 Viktor tvíbrotinn inn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Ásdís Blöndal Sonur Ásdísar Blöndal handleggsbrotnaði fyrir tveimur vikum þegar fjölskyldan var stödd á Akureyri í sumarfríi eins og fram kom á DV í gær. Þar fór hann í aðgerð og hann settur í gips. Því næst átti hann að bíða eftir hringingu frá Landspítalanum og fá endurkomutíma þremur vikum eftir slysið. „Viktor hann dettur og handleggsbrotnar og við förum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem vel er tekið á móti okkur og hann fer í aðgerð þar eru settir tveir pinnar í báðar pípur á framhandlegg. Við erum þar í sólarhring og hann er gipsaður og svo er okkur sagt að hann eigi tíma eftir þrjár vikur hér í Reykjavík en svo virðist sem hann eigi ekki tíma hér í Reykjavík. Við eigum semsagt bara að mæta með hann aftur á slysó og bíða eftir að komast að“ segir Ásdís og bætir við: „Ég hélt bara að þetta væri eitt batterí sem talaði saman og það skipti ekki máli í hvaða landsfjórðungi maður slasaðist eða veiktist, að maður væri velkominn að panta sér tíma þar sem væri næst.“ En hvað segir heilbrigðisráðherra, er möguleiki á að samtvinna verkferla á milli heilbrigðisstofnanna?„Já það er möguleiki að samþætta verkferlana betur og mikil þörf á því, við héldum fyrir helgi samráðsfund með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana allstaðar að af landinu og þetta var eitt af þeim málum sem sett var hvað efst á bauginn þar.“Heilbrigðisráðherra segir einnig nauðsynlegt að einstaklingar viti hvert á að leita innan heilbrigðiskerfisins. „Þetta er eitt af okkar áhersluatriðum hérna í Ráðuneytinu að einmitt hjálpa stofnunum til við að auka samstarfið og auka upplýsingagjöf og samvinnu líka við sjúklingana þannig að fólk viti betur hvert á að leita og hvernig það fái sem bestu þjónustu á sem einfaldastan hátt.“ segir Óttarr Proppé. Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Sonur Ásdísar Blöndal handleggsbrotnaði fyrir tveimur vikum þegar fjölskyldan var stödd á Akureyri í sumarfríi eins og fram kom á DV í gær. Þar fór hann í aðgerð og hann settur í gips. Því næst átti hann að bíða eftir hringingu frá Landspítalanum og fá endurkomutíma þremur vikum eftir slysið. „Viktor hann dettur og handleggsbrotnar og við förum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem vel er tekið á móti okkur og hann fer í aðgerð þar eru settir tveir pinnar í báðar pípur á framhandlegg. Við erum þar í sólarhring og hann er gipsaður og svo er okkur sagt að hann eigi tíma eftir þrjár vikur hér í Reykjavík en svo virðist sem hann eigi ekki tíma hér í Reykjavík. Við eigum semsagt bara að mæta með hann aftur á slysó og bíða eftir að komast að“ segir Ásdís og bætir við: „Ég hélt bara að þetta væri eitt batterí sem talaði saman og það skipti ekki máli í hvaða landsfjórðungi maður slasaðist eða veiktist, að maður væri velkominn að panta sér tíma þar sem væri næst.“ En hvað segir heilbrigðisráðherra, er möguleiki á að samtvinna verkferla á milli heilbrigðisstofnanna?„Já það er möguleiki að samþætta verkferlana betur og mikil þörf á því, við héldum fyrir helgi samráðsfund með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana allstaðar að af landinu og þetta var eitt af þeim málum sem sett var hvað efst á bauginn þar.“Heilbrigðisráðherra segir einnig nauðsynlegt að einstaklingar viti hvert á að leita innan heilbrigðiskerfisins. „Þetta er eitt af okkar áhersluatriðum hérna í Ráðuneytinu að einmitt hjálpa stofnunum til við að auka samstarfið og auka upplýsingagjöf og samvinnu líka við sjúklingana þannig að fólk viti betur hvert á að leita og hvernig það fái sem bestu þjónustu á sem einfaldastan hátt.“ segir Óttarr Proppé.
Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira