Kim Kardashian fetar nýjar slóðir Ritstjórn skrifar 23. ágúst 2017 09:30 Glamour/Getty Eins og margir vita þá hefur Kim Kardashian West gefið út sína aðra vöru í snyrtivörulínunni KKW Beauty. Fyrst var það varalitalínan sem hún gerði í samstarfi við systur sína Kylie, en nú er það skyggingarpalletta. Margir tengja Kardashian-systurnar við hið mikla skyggingaræði (eða ,,contour") sem heltók heiminn og því á það vel við að Kim gefi út sína eigin útgáfu. Frú West hefur farið óvenjulegar leiðir í markaðssetningu vörunnar og nýtt sér styrk helstu Youtube-stjarnanna. Desi Perkins, Jaclyn Hill og Patrick Starr voru meðal þeirra sem fengu hana í heimsókn þar sem þau prófuðu nýju vöruna. Youtube-stjörnunum fannst greinilega ekki leiðinlegt að fá Kim í heimsókn og skín af þeim gleðin í myndböndunum. Áhugvert er að heyra að í allra fyrsta Youtube-myndbandi Jaclyn Hill, sem nú er með 4,4 milljón fylgjendur, fjallaði hún um förðun Kim Kardashian. Hér má sjá skyggingardrottninguna sýna hvernig á að gera þetta! Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour
Eins og margir vita þá hefur Kim Kardashian West gefið út sína aðra vöru í snyrtivörulínunni KKW Beauty. Fyrst var það varalitalínan sem hún gerði í samstarfi við systur sína Kylie, en nú er það skyggingarpalletta. Margir tengja Kardashian-systurnar við hið mikla skyggingaræði (eða ,,contour") sem heltók heiminn og því á það vel við að Kim gefi út sína eigin útgáfu. Frú West hefur farið óvenjulegar leiðir í markaðssetningu vörunnar og nýtt sér styrk helstu Youtube-stjarnanna. Desi Perkins, Jaclyn Hill og Patrick Starr voru meðal þeirra sem fengu hana í heimsókn þar sem þau prófuðu nýju vöruna. Youtube-stjörnunum fannst greinilega ekki leiðinlegt að fá Kim í heimsókn og skín af þeim gleðin í myndböndunum. Áhugvert er að heyra að í allra fyrsta Youtube-myndbandi Jaclyn Hill, sem nú er með 4,4 milljón fylgjendur, fjallaði hún um förðun Kim Kardashian. Hér má sjá skyggingardrottninguna sýna hvernig á að gera þetta!
Mest lesið Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour American Apparel gjaldþrota í annað sinn Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour Býr frítt í 350 milljón króna íbúð í New York Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour