Þegar sérhagsmunagæslan þvælist fyrir Bolli Héðinsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er ekki víst að ráðamenn ferðaþjónustunnar hafi áttað sig á að gleði þeirra yfir niðurfellingu 14% virðisaukaskattþrepsins sem átti að taka gildi haustið 2013 kæmi þeim í koll síðar. Sem kunnugt er voru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar sem tók við vorið 2013 að lækka veiðigjald útgerðanna og virðisaukaskattinn (VSK) á ferðaþjónustuna. Nú hefur Alþingi aftur á móti samþykkt að VSK á ferðaþjónustu fari í almennt þrep og verði 24% sem er þrep sem ferðaþjónustan hefði að öllum líkindum sloppið við hefðu þau sætt sig við 14% árið 2013. Fyrirhuguð hækkun á VSK á ferðaþjónustu getur þjónað tvennum tilgangi, bæði til að afla ríkissjóði fjár og mögulega hægt á vexti ferðaþjónustunnar. Ef dregur úr vexti ferðaþjónustunnar yrði það aðeins stutt hlé og færi gefst á að huga betur að innviðum þar sem brýnast er áður en vöxturinn heldur áfram eins og allt bendir til.Freistnivandi landbúnaðarins Ef aðrir en innvígðir og innmúraðir greina frá skoðunum sínum um íslenskan landbúnað og hvers vegna svo sé komið fyrir sauðfjárbúskap eins og raun ber vitni er þeim brugðið um að hafa ekki vit á málefninu. Þjóðin sér aftur á móti nú hvernig komið er fyrir sauðfjárræktinni þegar eingöngu innvígðir og innmúraðir hafa fjallað um hana í áratugi. Neyð bændanna sem í hlut eiga er yfirgengileg og innmúraðir og innvígðir halda að leiðin út sé að halda áfram eins og áður. Þetta er það sem kalla mætti „freistnivanda“ (moral hazard) sauðfjárræktarinnar. Sauðfjárbændum hefur alla tíð verið talin trú um að „þeim yrði bjargað“ með opinberum framlögum og því hefur sársaukafullum en nauðsynlegum aðgerðum verið frestað í trausti þess að hið opinbera leggi fram fé og svo megi sjá til hvort ekki rætist úr. Gripið er til gamalkunnra upphrópana um afleiðingarnar fyrir byggð í landinu sem er áreiðanlega rétt en því í ósköpunum er það lagt á eina atvinnugrein, sauðfjárræktina að tryggja byggð? Byggðamál eru málefni samfélagsins alls og verður að takast á við þau sem slík með byggðastyrkjum. Ef breytingar í sauðfjárrækt valda byggðaröskun þá er það einfaldlega ekki vandi sauðfjárræktarinnar heldur samfélagslegur vandi. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar